Hjartaró Sigga Dögg skrifar 8. apríl 2011 17:00 Ég er talsmaður hreinskilnislegra samskipta þar sem maður segir það sem maður meinar og meinar það sem maður segir. Vissulega geta orð sært og mín hafa gert það í ófáum tilfellum en ég vil samt trúa því að sannleikurinn sé tímabundinn sársauki eins og að rífa af sér plástur. Þetta viðhorf var mér ekki alltaf til framdráttar í leit minni að maka. Með maka er ég ekki endilega að meina „hinum eina rétta að eilífu“. Ég er ekki viss um að það sé einn réttur maki handa hverjum og einum heldur er það misjafnt eftir tímabilum hvernig hver einstaklingur passar við mann. Mér fannst makaleitin flókin en skemmtileg. Ég hafði gaman af því að líta yfir troðfullan skemmtistað og velta því fyrir mér hvort einhver þarna inni fengi hjarta mitt til að slá hraðar. Þegar hjartað tók aukaslag einkenndust næstu dagar af þvölum lófum, hjartaflökti, stuttum andardrætti og sælubrosi. Svo kom að því. Óvissan um framtíðina tók yfirhöndina og spurningin sem enginn nennir að ræða var farin að verða hávært suð sem olli höfuðverk og pirringi, „hvað erum við að gera“? Það ætlar sér enginn að fá þennan höfuðverk heldur læðist suðið upp að manni og verður háværara með tímanum þar til annar aðilinn tekur málin í sínar hendur og segir af eða á. Ég hef verið báðum megin við borðið, bæði sú sem þráir svörin en þorir ekki að spyrja og sú sem forðast spurninguna með því að neita að svara. Líkaminn þolir illa þetta ástsjúka tímabil adrenalíns og óvissu, hjartað vill slá með sínum taktfasta hætti og suðið í höfðinu þarf að þagna. Sumir hafa fundið leið til að komast hjá þessu ófremdarástandi með því að tilkynna hátt og snjallt við fyrstu kynni „ég er ekki að leita mér að sambandi“. Málið er dautt og báðir aðilar vita að hér er um tímabundinn leigusamning að ræða. Þó virðist það ekki alltaf vera svo, allavega ekki ef marka má glanstímarit sem veita ráð um hvernig megi „snúa“ viðkomandi. Persónulega mæli ég gegn slíkum ráðum, þetta er ekki orðaleikur heldur ber að treysta viðkomandi, hann langar ekki í samband með þér. Það er raunveruleg merking þessa setningar; þó að viðkomandi sé vissulega til í að eyða tíma með þér veit sá að hér er ekki um langtímasamaband að ræða. Mikill tímasparnaður er því fólginn í yfirlýsingunni og hana ber að virða. Það ætti að vera eins auðvelt að tilkynna að viðkomandi væri að leita að langtímasambandi en svo er ekki. Það er bannorðið sem ekki má nefna í kynnum við mögulega maka því þú gætir hrætt viðkomandi. Undarlegur tvískinnungur sem ég hef kosið að vanvirða í ljósi hreinskilnislegra samskipta. Ef þú veist að hverju hjartað leitar að máttu endilega deila því með heiminum því hugsanalestur er tímafrekur og getur verið særandi.Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Ég er talsmaður hreinskilnislegra samskipta þar sem maður segir það sem maður meinar og meinar það sem maður segir. Vissulega geta orð sært og mín hafa gert það í ófáum tilfellum en ég vil samt trúa því að sannleikurinn sé tímabundinn sársauki eins og að rífa af sér plástur. Þetta viðhorf var mér ekki alltaf til framdráttar í leit minni að maka. Með maka er ég ekki endilega að meina „hinum eina rétta að eilífu“. Ég er ekki viss um að það sé einn réttur maki handa hverjum og einum heldur er það misjafnt eftir tímabilum hvernig hver einstaklingur passar við mann. Mér fannst makaleitin flókin en skemmtileg. Ég hafði gaman af því að líta yfir troðfullan skemmtistað og velta því fyrir mér hvort einhver þarna inni fengi hjarta mitt til að slá hraðar. Þegar hjartað tók aukaslag einkenndust næstu dagar af þvölum lófum, hjartaflökti, stuttum andardrætti og sælubrosi. Svo kom að því. Óvissan um framtíðina tók yfirhöndina og spurningin sem enginn nennir að ræða var farin að verða hávært suð sem olli höfuðverk og pirringi, „hvað erum við að gera“? Það ætlar sér enginn að fá þennan höfuðverk heldur læðist suðið upp að manni og verður háværara með tímanum þar til annar aðilinn tekur málin í sínar hendur og segir af eða á. Ég hef verið báðum megin við borðið, bæði sú sem þráir svörin en þorir ekki að spyrja og sú sem forðast spurninguna með því að neita að svara. Líkaminn þolir illa þetta ástsjúka tímabil adrenalíns og óvissu, hjartað vill slá með sínum taktfasta hætti og suðið í höfðinu þarf að þagna. Sumir hafa fundið leið til að komast hjá þessu ófremdarástandi með því að tilkynna hátt og snjallt við fyrstu kynni „ég er ekki að leita mér að sambandi“. Málið er dautt og báðir aðilar vita að hér er um tímabundinn leigusamning að ræða. Þó virðist það ekki alltaf vera svo, allavega ekki ef marka má glanstímarit sem veita ráð um hvernig megi „snúa“ viðkomandi. Persónulega mæli ég gegn slíkum ráðum, þetta er ekki orðaleikur heldur ber að treysta viðkomandi, hann langar ekki í samband með þér. Það er raunveruleg merking þessa setningar; þó að viðkomandi sé vissulega til í að eyða tíma með þér veit sá að hér er ekki um langtímasamaband að ræða. Mikill tímasparnaður er því fólginn í yfirlýsingunni og hana ber að virða. Það ætti að vera eins auðvelt að tilkynna að viðkomandi væri að leita að langtímasambandi en svo er ekki. Það er bannorðið sem ekki má nefna í kynnum við mögulega maka því þú gætir hrætt viðkomandi. Undarlegur tvískinnungur sem ég hef kosið að vanvirða í ljósi hreinskilnislegra samskipta. Ef þú veist að hverju hjartað leitar að máttu endilega deila því með heiminum því hugsanalestur er tímafrekur og getur verið særandi.Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun