Alvarleg matvælakeppa í uppsiglingu í heiminum 13. janúar 2011 13:41 Nýjar tölur frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu um birgðastöðu landsins í korni og sojabaunum benda til að alvarleg matvælakreppa sé í uppsiglingu í heiminum. Kreppan gæti orðið verri en sú sem skall á árið 2008 og hafði í för með sér blóðug uppþot í mörgum löndum. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að samkvæmt tölunum hafi birgðir af sojabaunum ekki verið minni í Bandaríkjunum í hálfa öld. Birgðir af korni eru einnig í lágmarki. Tölurnar leiddu til mikilla verðhækkana á korni og sojabaunum á hrávörumörkuðum og hefur verðið ekki verið hærra undanfarna 30 mánuði. Bandaríkjamenn eru mestu útflytjendur á korni í heiminum og sjá mörkuðum fyrir helmingi af öllum útflutningi á þeirri vöru. Þessar verðhækkanir koma í kjölfar aðvörunar frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku um að ástandið yrði verra en árið 2008 ef verð á korni héldi áfram að hækka umfram það sem þegar er orðið. Verðhækkanir á hveiti hafa þegar valdið uppþotum í Alsír og Mósambík. Eins ljósið í myrkrinu er að verð á hrísgrjónum hefur haldist nokkuð stöðugt en grjónin eru undirstaða matarræðis í Asíu. Á hrávörumarkaðinum í Chicago hækkaði verð á sojabaunum um 5,2% og hefur ekki verið hærra síðan á seinni hluta ársins 2008. Verð á korni hækkaði um 5% og hefur ekki verið hærra síðan í júlí 2008. Þeir sem versla á hrávörumörkuðum hafa nú miklar áhyggjur af kornuppskerunni í Brasilíu og Argentínu en hún fer að koma inn á markaðina á næstu vikum. Flest bendir til að uppskeran í þessum löndum verði í rýrara lagi vegna þurrviðris. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Nýjar tölur frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu um birgðastöðu landsins í korni og sojabaunum benda til að alvarleg matvælakreppa sé í uppsiglingu í heiminum. Kreppan gæti orðið verri en sú sem skall á árið 2008 og hafði í för með sér blóðug uppþot í mörgum löndum. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að samkvæmt tölunum hafi birgðir af sojabaunum ekki verið minni í Bandaríkjunum í hálfa öld. Birgðir af korni eru einnig í lágmarki. Tölurnar leiddu til mikilla verðhækkana á korni og sojabaunum á hrávörumörkuðum og hefur verðið ekki verið hærra undanfarna 30 mánuði. Bandaríkjamenn eru mestu útflytjendur á korni í heiminum og sjá mörkuðum fyrir helmingi af öllum útflutningi á þeirri vöru. Þessar verðhækkanir koma í kjölfar aðvörunar frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku um að ástandið yrði verra en árið 2008 ef verð á korni héldi áfram að hækka umfram það sem þegar er orðið. Verðhækkanir á hveiti hafa þegar valdið uppþotum í Alsír og Mósambík. Eins ljósið í myrkrinu er að verð á hrísgrjónum hefur haldist nokkuð stöðugt en grjónin eru undirstaða matarræðis í Asíu. Á hrávörumarkaðinum í Chicago hækkaði verð á sojabaunum um 5,2% og hefur ekki verið hærra síðan á seinni hluta ársins 2008. Verð á korni hækkaði um 5% og hefur ekki verið hærra síðan í júlí 2008. Þeir sem versla á hrávörumörkuðum hafa nú miklar áhyggjur af kornuppskerunni í Brasilíu og Argentínu en hún fer að koma inn á markaðina á næstu vikum. Flest bendir til að uppskeran í þessum löndum verði í rýrara lagi vegna þurrviðris.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira