Bill Gates stofnandi Microsoft er ekki lengur ríkasti maður heimsins samkvæmt árlegum lista Forbes tímaritsins.
Þá stöðu hefur Mexíkaninn Carlos Slim Helu tekið af honum en sá hefur einkum auðgast á rekstri símafyrirtækja.
Þetta er í þriðja sinn á þremur árum að toppsætið á listanum yfir ríkustu menn heimsins skiptir um eigendur.
Auðæfi Slim hafa vaxið um 18,5 milljarða dollara og í 53,5 milljarða dollara, eða um 6.000 milljarða kr. á liðnu ári. Bill Gates er í öðru sæti listans með auðæfi sem metin eru á 53 milljarða dollara. Ofurfjárfestirinn Warren Buffett er í þriðja sæti listans.