Evran heldur áfram að styrkjast 21. janúar 2011 11:44 Evran hefur haldið áfram að styrkjast gagnvart helstu myntum í morgun og hefur nú ekki verið sterkari gagnvart Bandaríkjadollar í tvo mánuði. Evran kostar 1,353 dollara og hefur undanfarnar tvær vikur styrkst um tæplega 5% gagnvart dollar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að það sem sé að styrkja evruna nú er samspil margra mismunandi þátta. Má þar nefna auknar væntingar um vaxtahækkun Seðlabanka Evrópu. Hækkandi matvæla- og eldsneytisverð hefur gert það að verkum að verðbólguþrýstingur hefur aukist talsvert undanfarið í Evrópu sem og annars staðar. Þetta þykir ýmsum benda til þess að auknar líkur séu nú á að bankinn hefji vaxtahækkunarferli sitt fyrr en áður hafði verið búist við, jafnvel um mitt þetta ár. Þá lítur nú út fyrir að leiðtogar Evrópusambandsins gætu verið að komast að niðurstöðu um varanlegri lausn á skuldavandræðum einstakra ríkja í myntsamstarfinu en verið hefur á borðinu til þessa. Í þriðja lagi hafa skuldabréfaútboð Portúgals og Spánar tekist með ágætum undanfarið, sem hefur dregið úr áhyggjum af stöðu þessara ríkja og þótt minnka líkurnar á því að þau fari sömu leið og Grikkland og Írland. Að auki má bæta við að hagvöxtur á síðasta ári í Þýskalandi var 3,6% sem var umfram væntingar og í kjölfarið hafa hagvaxtarspár fyrir þetta ár verið uppfærðar fyrir Þýskaland, stærsta hagkerfi evrusvæðisins. Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Evran hefur haldið áfram að styrkjast gagnvart helstu myntum í morgun og hefur nú ekki verið sterkari gagnvart Bandaríkjadollar í tvo mánuði. Evran kostar 1,353 dollara og hefur undanfarnar tvær vikur styrkst um tæplega 5% gagnvart dollar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að það sem sé að styrkja evruna nú er samspil margra mismunandi þátta. Má þar nefna auknar væntingar um vaxtahækkun Seðlabanka Evrópu. Hækkandi matvæla- og eldsneytisverð hefur gert það að verkum að verðbólguþrýstingur hefur aukist talsvert undanfarið í Evrópu sem og annars staðar. Þetta þykir ýmsum benda til þess að auknar líkur séu nú á að bankinn hefji vaxtahækkunarferli sitt fyrr en áður hafði verið búist við, jafnvel um mitt þetta ár. Þá lítur nú út fyrir að leiðtogar Evrópusambandsins gætu verið að komast að niðurstöðu um varanlegri lausn á skuldavandræðum einstakra ríkja í myntsamstarfinu en verið hefur á borðinu til þessa. Í þriðja lagi hafa skuldabréfaútboð Portúgals og Spánar tekist með ágætum undanfarið, sem hefur dregið úr áhyggjum af stöðu þessara ríkja og þótt minnka líkurnar á því að þau fari sömu leið og Grikkland og Írland. Að auki má bæta við að hagvöxtur á síðasta ári í Þýskalandi var 3,6% sem var umfram væntingar og í kjölfarið hafa hagvaxtarspár fyrir þetta ár verið uppfærðar fyrir Þýskaland, stærsta hagkerfi evrusvæðisins.
Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent