Apple er byrjað að undirbúa framleiðslu á næstu kynslóð af iPad, eftir því sem fram kemur í Wall Street Journal.
Nýja útgáfan fær heitið iPad 2 og mun samkvæmt upplýsingum blaðsins vera með innbygða myndavél og vinnslan verður hraðari en í fyrstu útgáfunni. Nýja útgáfan mun einnig verða þynnri og léttari en fyrsta útgáfan af iPad. Um 14,8 milljónir eintaka hafa selst af fyrstu kynslóðinni af iPAd.
Rupert Murdoch fjölmiðlakóngur kynnti á dögunum nýtt blað sem verður dreift rafrænt um iPad. Þegar hann kynnti blaðið þóttust glöggir áhorfendur sjá að hann væri með nýja útgáfu af iPad í höndunum. Þá fóru vangaveltur um nýja kynslóð iPad af stað.
Boða nýja kynslóð af iPad
