Danska ríkið gæti tapað 140 milljörðum á Amagerbanken 7. febrúar 2011 08:51 Danska ríkið gæti endað með því að tapa 6,7 milljörðum danskra kr. eða ríflega 140 milljörðum kr. á gjaldþroti Amagerbanken sem tilkynnt var á sunnudag. Þetta samsvarar því að hver einasti Dani þurfi að greiða 1.200 danskrar kr. eða ríflega 25.000 kr. vegna gjaldþrotsins. Gjaldþrot Amagerbanken er stærsta viðskiptafrétt dagsins í Danmörku. Samt kemur gjaldþrotið ekki á óvart því bankinn hefur barist í bökkum undanfarin tvö ár. Auðmaðurinn Karsten Ree hefur í tvígang reynt að bjarga bankanum og er talið að hann hafi sett hátt í 2 milljarða danskra kr. inn í reksturinn en það reyndist ekki nóg. Í umfjöllun Börsen um málið segir að stjórnformaður og bankastjóri Amagerbanken hafi verið í áfalli á blaðamannafundi sem þeir héldu í gærdag. Þetta eru þeir Niels Heering og Steen Hove sem tóku við stöðum sínum í nóvember s.l. Fram kom á fundinum að þeir Heering og Hove hafi farið nákvæmlega í saumanna á rekstri bankans undanfarna þrjá mánuði áður en þeir tóku ákvörðun um gjaldþrotsbeiðnina. Ekki hafi staðið steinn yfir steini í rekstrinum og í ljós hafi komið að bankinn þyrfti að afskrifa strax um 3 milljarða danskra kr. vegna slæmra lána. Þar sem eigið fé bankans nam aðeins 2,4 milljörðum danskra kr. var ekki um annað að ræða en gjaldþrot. Danska ríkið tryggir allar innistæður einstaklinga upp að 75.000 dönskum kr. eða um 16 milljónum kr. í Amagerbanken. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Danska ríkið gæti endað með því að tapa 6,7 milljörðum danskra kr. eða ríflega 140 milljörðum kr. á gjaldþroti Amagerbanken sem tilkynnt var á sunnudag. Þetta samsvarar því að hver einasti Dani þurfi að greiða 1.200 danskrar kr. eða ríflega 25.000 kr. vegna gjaldþrotsins. Gjaldþrot Amagerbanken er stærsta viðskiptafrétt dagsins í Danmörku. Samt kemur gjaldþrotið ekki á óvart því bankinn hefur barist í bökkum undanfarin tvö ár. Auðmaðurinn Karsten Ree hefur í tvígang reynt að bjarga bankanum og er talið að hann hafi sett hátt í 2 milljarða danskra kr. inn í reksturinn en það reyndist ekki nóg. Í umfjöllun Börsen um málið segir að stjórnformaður og bankastjóri Amagerbanken hafi verið í áfalli á blaðamannafundi sem þeir héldu í gærdag. Þetta eru þeir Niels Heering og Steen Hove sem tóku við stöðum sínum í nóvember s.l. Fram kom á fundinum að þeir Heering og Hove hafi farið nákvæmlega í saumanna á rekstri bankans undanfarna þrjá mánuði áður en þeir tóku ákvörðun um gjaldþrotsbeiðnina. Ekki hafi staðið steinn yfir steini í rekstrinum og í ljós hafi komið að bankinn þyrfti að afskrifa strax um 3 milljarða danskra kr. vegna slæmra lána. Þar sem eigið fé bankans nam aðeins 2,4 milljörðum danskra kr. var ekki um annað að ræða en gjaldþrot. Danska ríkið tryggir allar innistæður einstaklinga upp að 75.000 dönskum kr. eða um 16 milljónum kr. í Amagerbanken.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira