Mars smákökur 1. nóvember 2011 00:01 Hér má sjá uppskrift að ljúffengum Mars smákökum sem slá eflaust í gegn yfir hátíðarnar. 370 gr sykur 200 gr hveiti 125 gr smjör 75 gr möndlur (malaðar) ½ dl rjómi Eftirfarandi er sett ofan á: 4 msk rjómi 4 stk Mars (65 g. hvert) heilar möndlur til skrauts. Bakstur: Hnoðið saman hveiti, möndlur, sykur, smjör og rjóma. Hnoðið deigið vel saman. Búið til kúlur úr deiginu og leggið með góðu millibili á bökunarplötu, klædda bökunarpappír. Bakið neðarlega í ofninum við 170°C í 15 mínútur. Ofan á (Mars bráð): Bræðið Mars súkkulaðið yfir heitu vatnsbaði, bætið rjómanum saman við og hrærið vel í þar til massinn er orðinn mjúkur. Setjið smávegis á hverja köku með teskeið og þrýstið möndlu ofan á. Best er að gera þetta meðan kökurnar eru ennþá volgar. Jólamatur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Magni: Gömul jólalög kveikja í mér Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Jólin magnað ritúal Jól Jóladagatal Vísis: Klukkan er sex Jólin Forfallinn kökukarl Jólin Máltíð í myrkri og friði Jól
Hér má sjá uppskrift að ljúffengum Mars smákökum sem slá eflaust í gegn yfir hátíðarnar. 370 gr sykur 200 gr hveiti 125 gr smjör 75 gr möndlur (malaðar) ½ dl rjómi Eftirfarandi er sett ofan á: 4 msk rjómi 4 stk Mars (65 g. hvert) heilar möndlur til skrauts. Bakstur: Hnoðið saman hveiti, möndlur, sykur, smjör og rjóma. Hnoðið deigið vel saman. Búið til kúlur úr deiginu og leggið með góðu millibili á bökunarplötu, klædda bökunarpappír. Bakið neðarlega í ofninum við 170°C í 15 mínútur. Ofan á (Mars bráð): Bræðið Mars súkkulaðið yfir heitu vatnsbaði, bætið rjómanum saman við og hrærið vel í þar til massinn er orðinn mjúkur. Setjið smávegis á hverja köku með teskeið og þrýstið möndlu ofan á. Best er að gera þetta meðan kökurnar eru ennþá volgar.
Jólamatur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Magni: Gömul jólalög kveikja í mér Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Jólin magnað ritúal Jól Jóladagatal Vísis: Klukkan er sex Jólin Forfallinn kökukarl Jólin Máltíð í myrkri og friði Jól