BankNordik, áður Færeyjabanki, hefur lýst yfir áhuga á að eignast helmingshlut færeyska ríkisins í líftryggingarfélaginu P/F Føroya Lívstrygging.
Söluferlið er ekki langt á veg komið en það hefur allavega einn annar aðili óskað eftir að kaupa hlutinn, að því er segir í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa.
BankNordik á nú þegar meirihlutaeign í tryggingarfélaginu Verði hér á Íslandi.