Þurfum að vera á tánum til að halda okkur á toppnum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. janúar 2011 14:49 Vísir ræddi ítarlega við Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara eftir lokaleik íslenska liðsins á HM. Þar var Guðmundur meðal annars spurður út í framtíðina og hvort íslenska liðið væri að fjarlægjast þau bestu á nýjan leik. "Við þurfum að skoða hvað gerðist. Við spiluðum frábærlega í riðlinum en þar var enginn léttur leikur. Við þurftum að spila alla leiki á fullri ferð. Síðustu tveir leikirnir gegn Austurríki og Noregi voru síðan gríðarlega erfiðir. "Við hittum ekki á það gegn Þjóðverjum á meðan þeir eiga mjög góðan leik. Það verður spennufall enda vonbrigðin mikil þar sem við ætluðum okkur meira. Við ætluðum okkur í undanúrslit og menn sáu þann möguleika hverfa sér eftir þann leik. "Eftir það var á brattann að sækja. Engu að síður er ég geri þetta upp er ekki hægt að kvarta. Ef það hefði verið sagt við mig fyrir mót hvort það væri gott að ná einu af sex efstu sætunum og sæti í undankeppni ÓL þá hefðu flestir sagt já. "Það var ekki innistæða fyrir betri árangri á þessu móti. Ég var svartsýnn í október en okkur tókst að búa til frábæra vörn á fáum dögum. Hún skilaði okkur þessu sjötta sæti og það í riðlinum. Ég er ánægður með það en engu að síður vorum við ekki nógu góðir til að fara lengra að þessu sinni. Við verðum að átta okkur á því," sagði Guðmundur og staðfesti að liðið hefði sett stefnuna á gullið. Ísland tapaði sannfærandi fyrir Spánverjum og Frökkum og lá svo einnig fyrir Króatíu. Er Ísland að fjarlægjast þessi lið á nýjan leik? "Ég held við verðum að skoða okkar gang. Ég var samt sáttur við sóknarleikinn gegn Frökkum en við gáfum eftir varnarlega. "Ég held við séum ekki að fjarlægjast þessi lið en við verðum að vera á tánum til þess að halda okkur á toppnum. Ef efstu liðin eru skoðuð geta allir unnið hvorn annan. Við erum nálægt efstu liðunum," sagði Guðmundur en verður hann áfram með landsliðið? "Eins og staðan er í dag er ekkert annað í spilunum. Við sjáum hvað verður. Nú þarf aðeins að fá frí og hugsa málið og svo sjáum við hvað setur." Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira
Vísir ræddi ítarlega við Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara eftir lokaleik íslenska liðsins á HM. Þar var Guðmundur meðal annars spurður út í framtíðina og hvort íslenska liðið væri að fjarlægjast þau bestu á nýjan leik. "Við þurfum að skoða hvað gerðist. Við spiluðum frábærlega í riðlinum en þar var enginn léttur leikur. Við þurftum að spila alla leiki á fullri ferð. Síðustu tveir leikirnir gegn Austurríki og Noregi voru síðan gríðarlega erfiðir. "Við hittum ekki á það gegn Þjóðverjum á meðan þeir eiga mjög góðan leik. Það verður spennufall enda vonbrigðin mikil þar sem við ætluðum okkur meira. Við ætluðum okkur í undanúrslit og menn sáu þann möguleika hverfa sér eftir þann leik. "Eftir það var á brattann að sækja. Engu að síður er ég geri þetta upp er ekki hægt að kvarta. Ef það hefði verið sagt við mig fyrir mót hvort það væri gott að ná einu af sex efstu sætunum og sæti í undankeppni ÓL þá hefðu flestir sagt já. "Það var ekki innistæða fyrir betri árangri á þessu móti. Ég var svartsýnn í október en okkur tókst að búa til frábæra vörn á fáum dögum. Hún skilaði okkur þessu sjötta sæti og það í riðlinum. Ég er ánægður með það en engu að síður vorum við ekki nógu góðir til að fara lengra að þessu sinni. Við verðum að átta okkur á því," sagði Guðmundur og staðfesti að liðið hefði sett stefnuna á gullið. Ísland tapaði sannfærandi fyrir Spánverjum og Frökkum og lá svo einnig fyrir Króatíu. Er Ísland að fjarlægjast þessi lið á nýjan leik? "Ég held við verðum að skoða okkar gang. Ég var samt sáttur við sóknarleikinn gegn Frökkum en við gáfum eftir varnarlega. "Ég held við séum ekki að fjarlægjast þessi lið en við verðum að vera á tánum til þess að halda okkur á toppnum. Ef efstu liðin eru skoðuð geta allir unnið hvorn annan. Við erum nálægt efstu liðunum," sagði Guðmundur en verður hann áfram með landsliðið? "Eins og staðan er í dag er ekkert annað í spilunum. Við sjáum hvað verður. Nú þarf aðeins að fá frí og hugsa málið og svo sjáum við hvað setur."
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira