Verður stærsta kauphöll heims 10. febrúar 2011 11:45 Gangi allt eftir verður Reto Francioni, forstjóri þýsku kauphallarinnar, innan skamms stjórnarformaður einnar stærstu kauphallar í heimi. Fréttablaðið/AFP Stjórnendur NYSE Euronext-kauphallarsamstæðunnar og Deutsche Börse, þýsku kauphallarinnar, greindu frá því í gær að samrunaviðræður væru í gangi. Skili þær tilætluðum árangri verður til stærsti hlutabréfamarkaður í heimi. Tilkynnt var um viðræðurnar í kjölfar þess að lokað var tímabundið við viðskipti með hlutabréf kauphallanna. Skömmu áður höfðu kauphöllin í Toronto í Kanada og breski hlutabréfamarkaðurinn í London greint frá fyrirhuguðu samstarfi sínu. NYSE Euronext rekur kauphöllina í New York í Bandaríkjunum og fjórar í jafn mörgum löndum á meginlandi Evrópu. Undir kauphöllina í Þýskalandi heyrir sömuleiðis helmingshlutur í Eurex-verðbréfamarkaðnum í Evrópu. Markaðsverðmæti þýska markaðarins er jafnvirði tæpra ellefu milljarða Bandaríkjadala, sem er um tæpum tveimur milljörðum meira en verðmæti NYSE Euronext. Bandaríska stórblaðið Washington Post segir stefnt að því að Duncan Niederauer, forstjóri NYSE Euronext, verði yfir sameinaðri kauphöll, en Reto Francioni, forstjóri þýsku kauphallarinnar, setjist í stól stjórnarformanns. - jab Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórnendur NYSE Euronext-kauphallarsamstæðunnar og Deutsche Börse, þýsku kauphallarinnar, greindu frá því í gær að samrunaviðræður væru í gangi. Skili þær tilætluðum árangri verður til stærsti hlutabréfamarkaður í heimi. Tilkynnt var um viðræðurnar í kjölfar þess að lokað var tímabundið við viðskipti með hlutabréf kauphallanna. Skömmu áður höfðu kauphöllin í Toronto í Kanada og breski hlutabréfamarkaðurinn í London greint frá fyrirhuguðu samstarfi sínu. NYSE Euronext rekur kauphöllina í New York í Bandaríkjunum og fjórar í jafn mörgum löndum á meginlandi Evrópu. Undir kauphöllina í Þýskalandi heyrir sömuleiðis helmingshlutur í Eurex-verðbréfamarkaðnum í Evrópu. Markaðsverðmæti þýska markaðarins er jafnvirði tæpra ellefu milljarða Bandaríkjadala, sem er um tæpum tveimur milljörðum meira en verðmæti NYSE Euronext. Bandaríska stórblaðið Washington Post segir stefnt að því að Duncan Niederauer, forstjóri NYSE Euronext, verði yfir sameinaðri kauphöll, en Reto Francioni, forstjóri þýsku kauphallarinnar, setjist í stól stjórnarformanns. - jab
Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent