Stjórnlagaþing er eins og megrun Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2011 06:00 Ég sat í félagsskap poka af kartöfluflögum fyrir framan sjónvarpið og horfði á beina útsendingu frá Alþingi. Þingheimur þrefaði um ákvörðun Hæstaréttar um ólögmæti kosninga til stjórnlagaþings. Eins og úrillir ríkisstarfsmenn sem sendir höfðu verið í „paintball" til hópeflingar viku stjórnarliðar sér undan ábyrgðinni sem beint var að þeim. Í stjórnarandstöðunni féll hver maður um annan í kappi um að gera sér mat úr skakkaföllunum. Pokinn með kartöfluflögunum sem veitti mér huggun yfir umræðum um ósigur stjórnlagaþings táknaði minn persónulega ósigur. Þegar jólaofátið í desember stóð sem hæst og mér leið eins og gæs með matarslöngu í kokinu sem fóðruð er nauðug svo hún megi enda sem almennilegt „foie gras", gaf ég sjálfri mér loforð. Á nýju ári færi ég í megrun. Uppskriftin að megrunarkúrnum var bókin Skyndilausn: Hvernig skal öðlast fallegan líkama á 14 dögum. Þar sem ég sat með kartöfluflögurnar mínar, kolfallin á kúrnum, og horfði á ráðamenn landsins karpa rann upp fyrir mér ljós: Stjórnlagaþing er eins og megrunarkúr. Ein af þeim aðgerðum sem gripið var til þegar veikur grunnur góðærisins lét undan og íslenskt samfélag hrundi var að leggja drög að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Markmiðið var nýtt og betra Ísland. En ekki frekar en stjórnarskráin var valdur hrunsins verður hún okkur bjargvættur. Við munum ekki svífa á vængjum nýrrar stjórnarskrár upp úr kreppunni. Ný stjórnarskrá mun ekki skapa fleiri langtímastörf eða redda Icesave. Vonin um að allt verði betra með nýrri stjórnarskrá er hylling. Alveg eins og hugmynd mín um að á fjórtán dögum geti ég öðlast fullkominn líkama. Stjórnlagaþing, eins og megrunarkúrar, er tilraunir til að stytta sér leið að markmiði; betra útliti; betra samfélagi. Hið gullna ráð sem öllum er gefið sem fallið hafa á megrunarkúr er að gefast ekki upp. Umfangsminna holdafar ávinnst ekki með tímabundinni megrun heldur langtímabreytingum á lífsstíl. Sama má segja um ris Íslands úr öskunni. Það mun taka tíma og við því er ekki til nein skyndilausn. Endurskoðun stjórnarskrárinnar má vissulega vera partur af langri vegferð að hinu nýja og betra Íslandi sem vonir standa til um. En sú vinna verður að einkennast af vandvirkni. Hugmyndir um að sneiða hjá niðurstöðu Hæstaréttar og skipa „ólögmætu" fulltrúana í stjórnlaganefnd er enn ein tilraun til að stytta sér leið. Við höfum nú þegar fallið einu sinni á megrunarkúrnum. Látum af skyndilausnum, tökum lífsstílinn í gegn og kjósum heldur aftur á stjórnlagaþing í góðu tómi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun
Ég sat í félagsskap poka af kartöfluflögum fyrir framan sjónvarpið og horfði á beina útsendingu frá Alþingi. Þingheimur þrefaði um ákvörðun Hæstaréttar um ólögmæti kosninga til stjórnlagaþings. Eins og úrillir ríkisstarfsmenn sem sendir höfðu verið í „paintball" til hópeflingar viku stjórnarliðar sér undan ábyrgðinni sem beint var að þeim. Í stjórnarandstöðunni féll hver maður um annan í kappi um að gera sér mat úr skakkaföllunum. Pokinn með kartöfluflögunum sem veitti mér huggun yfir umræðum um ósigur stjórnlagaþings táknaði minn persónulega ósigur. Þegar jólaofátið í desember stóð sem hæst og mér leið eins og gæs með matarslöngu í kokinu sem fóðruð er nauðug svo hún megi enda sem almennilegt „foie gras", gaf ég sjálfri mér loforð. Á nýju ári færi ég í megrun. Uppskriftin að megrunarkúrnum var bókin Skyndilausn: Hvernig skal öðlast fallegan líkama á 14 dögum. Þar sem ég sat með kartöfluflögurnar mínar, kolfallin á kúrnum, og horfði á ráðamenn landsins karpa rann upp fyrir mér ljós: Stjórnlagaþing er eins og megrunarkúr. Ein af þeim aðgerðum sem gripið var til þegar veikur grunnur góðærisins lét undan og íslenskt samfélag hrundi var að leggja drög að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Markmiðið var nýtt og betra Ísland. En ekki frekar en stjórnarskráin var valdur hrunsins verður hún okkur bjargvættur. Við munum ekki svífa á vængjum nýrrar stjórnarskrár upp úr kreppunni. Ný stjórnarskrá mun ekki skapa fleiri langtímastörf eða redda Icesave. Vonin um að allt verði betra með nýrri stjórnarskrá er hylling. Alveg eins og hugmynd mín um að á fjórtán dögum geti ég öðlast fullkominn líkama. Stjórnlagaþing, eins og megrunarkúrar, er tilraunir til að stytta sér leið að markmiði; betra útliti; betra samfélagi. Hið gullna ráð sem öllum er gefið sem fallið hafa á megrunarkúr er að gefast ekki upp. Umfangsminna holdafar ávinnst ekki með tímabundinni megrun heldur langtímabreytingum á lífsstíl. Sama má segja um ris Íslands úr öskunni. Það mun taka tíma og við því er ekki til nein skyndilausn. Endurskoðun stjórnarskrárinnar má vissulega vera partur af langri vegferð að hinu nýja og betra Íslandi sem vonir standa til um. En sú vinna verður að einkennast af vandvirkni. Hugmyndir um að sneiða hjá niðurstöðu Hæstaréttar og skipa „ólögmætu" fulltrúana í stjórnlaganefnd er enn ein tilraun til að stytta sér leið. Við höfum nú þegar fallið einu sinni á megrunarkúrnum. Látum af skyndilausnum, tökum lífsstílinn í gegn og kjósum heldur aftur á stjórnlagaþing í góðu tómi.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun