Blússandi uppsveifla á fjármálamörkuðum 1. desember 2011 06:50 Blússandi uppsveifla hefur verið á fjármálamörkuðum eftir að stærstu seðlabankar heimsins tilkynntu í gærdag að þeir myndu setja peningaprentvélar sínar í yfirgír til að berjast gegn skuldakreppunni í Evrópu. Dow Jones vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið á einum degi síðan í mars arið 2009. Það hefur ekki gerst síðan í miðju fjármálahruninu árið 2008 að seðlabankar heimsins hafi gripið til jafn afdrifaríkra aðgerða. Það sem seðlabankarnir sögðu í gærdag var einfaldlega að þeir myndu sjá um að nægilegt lausafé væri til staðar á fjármálamörkuðum heimsins fram til ársins 2013. Jafnframt buðu þeir öllum sem vildu upp á skammtímalán í dollurum á 0,5 prósentustiga lægri vöxtum en voru í boði fyrir tilkynninguna. Seðlabankarnir sem hér um ræðir eru Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Evrópu auk Englandsbanka og seðlabanka Japans, Sviss, og Kanda. Hlutabréfamarkaðir heimsins efndu til stórveislu í framhaldinu þar sem helstu vísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu um yfir 4% í gærkvöldi. Nikkei vísitalan í Tókýó hækkaði síðan um 2,5% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um tæp 6% í nótt. Jafnframt þiðnaði frostið sem orðið var á markaðinum með evrópsk ríkisskuldabréf. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Blússandi uppsveifla hefur verið á fjármálamörkuðum eftir að stærstu seðlabankar heimsins tilkynntu í gærdag að þeir myndu setja peningaprentvélar sínar í yfirgír til að berjast gegn skuldakreppunni í Evrópu. Dow Jones vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið á einum degi síðan í mars arið 2009. Það hefur ekki gerst síðan í miðju fjármálahruninu árið 2008 að seðlabankar heimsins hafi gripið til jafn afdrifaríkra aðgerða. Það sem seðlabankarnir sögðu í gærdag var einfaldlega að þeir myndu sjá um að nægilegt lausafé væri til staðar á fjármálamörkuðum heimsins fram til ársins 2013. Jafnframt buðu þeir öllum sem vildu upp á skammtímalán í dollurum á 0,5 prósentustiga lægri vöxtum en voru í boði fyrir tilkynninguna. Seðlabankarnir sem hér um ræðir eru Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Evrópu auk Englandsbanka og seðlabanka Japans, Sviss, og Kanda. Hlutabréfamarkaðir heimsins efndu til stórveislu í framhaldinu þar sem helstu vísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu um yfir 4% í gærkvöldi. Nikkei vísitalan í Tókýó hækkaði síðan um 2,5% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um tæp 6% í nótt. Jafnframt þiðnaði frostið sem orðið var á markaðinum með evrópsk ríkisskuldabréf.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira