S&P veldur niðursveiflu á mörkuðum og gengisfalli evrunnar 6. desember 2011 07:28 Matsfyrirtækið Standard & Poor´s (S&P) hefur sett 15 þjóðir evrusvæðisins, þar á meðal Þýskaland og Frakkland, á athugunarlista með neikvæðum horfum. Markaðir í Bandaríkjunum höfðu verið í uppsveiflu þegar tilkynning Standard & Poor´s birtist skömmu fyrir lokun þeirra í gærkvöldi. Uppsveiflan breyttist í niðursveiflu á síðustu mínútunum og hið sama var upp á teningnum á Asíumörkuðum í nótt þar sem helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu um 1,5%. Þá lækkaði evran gagnvart dollar um hálft prósentustig. Standard & Poor´s segir að ef leiðtogar evrusvæðisins komi sér ekki saman um trúverðuga áætlun gegn skuldakreppunni á svæðinu muni lánshæfiseinkunnir allra evruþjóðanna verða lækkaðar. Í fréttum erlendra viðskiptafjölmiðla um ákvörðun Standard & Poor´s segir að í raun þýði hún að 50% líkur séu á að þessar lánshæfiseinkunnir lækki innan 90 daga. Um er að ræða allar þjóðirnar á evrusvæðinu nema Kýpur og Grikkland. Kýpur var þegar á athugunarlista matsfyrirtækisins með neikvæðum horfum og Grikkland er fyrir löngu komið í ruslflokk hjá Standard & Poor´s. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Matsfyrirtækið Standard & Poor´s (S&P) hefur sett 15 þjóðir evrusvæðisins, þar á meðal Þýskaland og Frakkland, á athugunarlista með neikvæðum horfum. Markaðir í Bandaríkjunum höfðu verið í uppsveiflu þegar tilkynning Standard & Poor´s birtist skömmu fyrir lokun þeirra í gærkvöldi. Uppsveiflan breyttist í niðursveiflu á síðustu mínútunum og hið sama var upp á teningnum á Asíumörkuðum í nótt þar sem helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu um 1,5%. Þá lækkaði evran gagnvart dollar um hálft prósentustig. Standard & Poor´s segir að ef leiðtogar evrusvæðisins komi sér ekki saman um trúverðuga áætlun gegn skuldakreppunni á svæðinu muni lánshæfiseinkunnir allra evruþjóðanna verða lækkaðar. Í fréttum erlendra viðskiptafjölmiðla um ákvörðun Standard & Poor´s segir að í raun þýði hún að 50% líkur séu á að þessar lánshæfiseinkunnir lækki innan 90 daga. Um er að ræða allar þjóðirnar á evrusvæðinu nema Kýpur og Grikkland. Kýpur var þegar á athugunarlista matsfyrirtækisins með neikvæðum horfum og Grikkland er fyrir löngu komið í ruslflokk hjá Standard & Poor´s.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira