Grálúsugir laxar í lok október Af Vötn og Veiði skrifar 4. nóvember 2011 10:00 Fallegur lax úr Miðfjarðará. Mynd Rafn Valur. Hvort sem það stafaði af síðbúnum göngum vegna vor- og snemmsumarskulda eða öðru, þá bar talsvert á sannkölluðum nýgengnum haustlöxum að þessu sinni. Fjórir slíkir í Miðfjarðará toppuðu þó allt. Breiðdalsá var að gefa lúsga fiska síðustu daga september og sama má segja um Rangárnar, en þær ár hafa nokkra sérstöðu, Rangárnar nánast alfarið byggðar upp af gönguseiðasleppingum og Breiðdalsá að stórum hluta. Slíkar ár eru einmitt þekktar fyrir að göngur teygjast fram eftir öllu. En að ár sem teljast til hinna sjálfbæru skili lúsugm löxum mjög seint, og þá meinum við mjög seint, er óvenjulegra. Hvað þá „tveggja ára“ stórlaxa. En það er einmitt það sem gerðist í Miðfjarðará á dögunum. Það mun hafa verið nálægt tuttugasta október, að leigutaki og hjálparkokkar voru að freista þess að ná nokkrum löxum til að flytja upp á ólaxgeng svæði, eins og þekkt er víða. Þeim varð ekki skotaskuld úr því að ná tilskyldum löxum, en það sem vakti athygli þeirra var að í aflanum voru fjórir stórlaxar, um og yfir 80 cm, sem voru grálúsugir. Verður þetta að teljast mikil furða, en kannski er það engin furða. Kannski er þetta vel þekkt, þ.e.a.s. meðal laxanna sjálfra, því í þessum ám er sjaldnast nokkur að veiða á þessum tíma hausts. Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði Stangveiði Mest lesið Veiðisumarið yfir meðallagi Veiði Loksins tekur Elliðavatn við sér Veiði Fín veiði við Ölfusárós Veiði Fín byrjun á fyrsta degi í Hítarvatni Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Elliðavatn búið að vera gjöfult Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Góð skot á Tannastaðatanga Veiði
Hvort sem það stafaði af síðbúnum göngum vegna vor- og snemmsumarskulda eða öðru, þá bar talsvert á sannkölluðum nýgengnum haustlöxum að þessu sinni. Fjórir slíkir í Miðfjarðará toppuðu þó allt. Breiðdalsá var að gefa lúsga fiska síðustu daga september og sama má segja um Rangárnar, en þær ár hafa nokkra sérstöðu, Rangárnar nánast alfarið byggðar upp af gönguseiðasleppingum og Breiðdalsá að stórum hluta. Slíkar ár eru einmitt þekktar fyrir að göngur teygjast fram eftir öllu. En að ár sem teljast til hinna sjálfbæru skili lúsugm löxum mjög seint, og þá meinum við mjög seint, er óvenjulegra. Hvað þá „tveggja ára“ stórlaxa. En það er einmitt það sem gerðist í Miðfjarðará á dögunum. Það mun hafa verið nálægt tuttugasta október, að leigutaki og hjálparkokkar voru að freista þess að ná nokkrum löxum til að flytja upp á ólaxgeng svæði, eins og þekkt er víða. Þeim varð ekki skotaskuld úr því að ná tilskyldum löxum, en það sem vakti athygli þeirra var að í aflanum voru fjórir stórlaxar, um og yfir 80 cm, sem voru grálúsugir. Verður þetta að teljast mikil furða, en kannski er það engin furða. Kannski er þetta vel þekkt, þ.e.a.s. meðal laxanna sjálfra, því í þessum ám er sjaldnast nokkur að veiða á þessum tíma hausts. Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði
Stangveiði Mest lesið Veiðisumarið yfir meðallagi Veiði Loksins tekur Elliðavatn við sér Veiði Fín veiði við Ölfusárós Veiði Fín byrjun á fyrsta degi í Hítarvatni Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Elliðavatn búið að vera gjöfult Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Góð skot á Tannastaðatanga Veiði