Handbolti

Tilkynnt um valið á Úrvalsliði HSÍ

Ólafur Guðmundsson mun leika með Úrvalsliði HSÍ á morgun.
Ólafur Guðmundsson mun leika með Úrvalsliði HSÍ á morgun.
Nú í hádeginu var tilkynnt um val á Úrvalsliði HSÍ sem mun mæta íslenska landsliðinu í Laugardalshöll annað kvöld. Það var sérstök valnefnd á vegum HSÍ og handboltaáhugamenn sem kusu liðið.

Þrír leikmenn sem hafa verið í landsliðshópnum munu spila með Úrvalsliði HSÍ. Það eru Oddur Gretarsson, Ólafur Guðmundsson og Ægir Hrafn Jónsson.

Athygli vekur að aðeins ein hægri skytta er í liðinu en það er Bjarni Fritzson sem í raun er hornamaður. Það er því engin örvhent skytta í liðinu og í raun enginn hreinrækraður varnarmaður heldur.

Að sama skapi er Sveinbjörn Pétursson kominn í landsliðið vegna meiðsla Björgvins Páls Gústavssonar og Arons Rafns Eðvarðssonar.

Liðið:

Markverðir:

Björn Ingi Friðþjófsson, HK

Daníel Freyr Andrésson, FH

Vinstra horn:

Freyr Brynjarsson, Haukar

Oddur Gretarsson, Akureyri

Hægra horn:

Einar Rafn Eiðsson, Fram

Gylfi Gylfason, Haukar

Vinstri skytta:

Ólafur Gústafsson, FH

Róbert Aron Hostert, Fram

Ólafur Guðmundsson, Nordsjælland

Anton Rúnarsson, Valur

Hægri skytta:

Bjarni Fritzson, Akureyri

Miðja:

Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK

Tjörvi Þorgeirsson, Haukar

Lína:

Atli Ævar Ingólfsson, HK

Heimir Óli Heimisson, Haukar

Ægir Hrafn Jónsson, Fram

Þjálfarar:

Kristján Arason, FH

Einar Jónsson, Fram




Fleiri fréttir

Sjá meira


×