Handbolti

Staða stelpnanna ekki góð eftir tap í Höllinni - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Mynd/Anton
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur ekki byrjað vel í undankeppni EM 2012 og liðið er án stiga eftir fyrstu tvo leikina eftir 20-21 tap á móti Úkraínu í Laugardalshöllinni í gær. Íslenska liðið tapaði fyrsta leiknum sínum út á Spáni í síðustu viku.

Íslensku stelpurnar töpuðu síðustu sextán mínútnum í leiknum á móti Úkraínu í gær, 4-8, og skoruðu ekki síðustu þrjár mínútur leiksins. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir fékk besta tækifærið til að jafna leikinn en lét þá verja frá sér víti.

Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í Höllinni í gær og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×