Veigar Páll Gunnarsson lét ekki fjarðafokið í kringum sölu hans til Vålerenga hafa áhrif á sig þegar hann fór fyrir sínu liði í 3-0 heimasigri á Viking í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Veigar Páll bjó til tvö fyrstu mörk Vålerenga í leiknum en með þessum sigri komst liðið upp fyrir Rosenborg og upp í annað sætið deildarinnar en Molde hefur enn átta stiga forskot og á titilinn vísan.
Veigar Páll lagði upp tvö mörk í fyrri hálfleiknum, það fyrra fyrir Bojan Zajic á 7. mínútu og það síðara fyrir Morten Berre á 44. mínútu. Bojan Zajic innsiglaði síðan sigurinn með því að skora sitt annað mark úr vítaspyrnu á 80. mínútu.
Veigar Páll hefur þar með lagt upp tíu mörk í norsku úrvalsdeildinni í sumar og er nú í efsta sætinu á þeim lista ásamt Thomas Drage hjá Tromsö. Veigar Páll hefur auk þess skoraði 12 mörk sjálfur.
Birkir Bjarnason lék allan leikinn á miðju Viking-liðsins og Indriði Sigurðsson var allan tímann í miðri vörninni en Viking-liðið er nú í 11. sæti deildarinnar.
Veigar Páll lagði upp tvö mörk og Vålerenga komst í annað sætið
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Ég sé Messi ekki missa af HM 2026“
Fótbolti




Gæti orðið dýrastur í sögu KR
Íslenski boltinn

Norsk handboltastjarna með krabbamein
Handbolti