Urriðadans á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 15. október 2011 09:53 Laugardaginn 15. október verður hin árlega fræðsluganga "Urriðadans" á vegum Þjóðgarðsins á Þingvöllum og Laxfiska.Gangan verður að vanda í umsjón Jóhannesar Sturlaugs sonar hjá Laxfiskum og hefst klukkan14:00 á bílastæðinu þar sem Valhöll stóð. Gangan spannar stutta og þægilega gönguleið upp með hrygningarsvæði urriðans. Fyrst er stoppað við brúna undan bílastæðinu til þess að fræða gesti um búnað sem er starfræktur þar undir brúnni sem gerir kleift að skrá ferðir urriða á leið til og frá hrygningarstöðvunum. Síðan er gengið með Öxará upp undir Almannagjá þar sem risaurriðar og aðrir minni verða skoðaðir og fjallað um lífshætti þeirra. Fræðslugöngunni lýkur í Fræðslumiðstöðinni við Hakið þar sem Jóhannes flytur erindi um Þingvallaurriðann með tilheyrandi myndasýningu. Þetta árið er ekki hægt að ganga upp í Fræðslumiðstöð þar sem gönguleiðin um Almannagjá er lokuð vegna framkvæmda við nýja sprungu efst í Kárastaðastíg. Því þurfa þeir göngugestir sem vilja hlýða á erindið í Hakinu að aka þangað. Rétt er að minna á það að fólki er ætlað að hafa sína hentisemi varðandi það hve lengi það tekur þátt í göngunni. Því sumum hentar að sjá framan í nokkra urriða og heyra það helsta um lífshætti þeirra á meðan aðrir stoppa lengur við og hlýða jafnvel á erindið sem er í lokin í Fræðslumiðstöðinni við Hakið. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Brúará fyrir landi Sels til SVFR Veiði Ennþá veiðast regnboga silungar í Minnivallalæk Veiði Mikil ásókn í veiðileyfi fyrir 2023 Veiði Mikil aukning erlendra veiðimanna í silung Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Fish Partner með veiðiferðir erlendis Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði
Laugardaginn 15. október verður hin árlega fræðsluganga "Urriðadans" á vegum Þjóðgarðsins á Þingvöllum og Laxfiska.Gangan verður að vanda í umsjón Jóhannesar Sturlaugs sonar hjá Laxfiskum og hefst klukkan14:00 á bílastæðinu þar sem Valhöll stóð. Gangan spannar stutta og þægilega gönguleið upp með hrygningarsvæði urriðans. Fyrst er stoppað við brúna undan bílastæðinu til þess að fræða gesti um búnað sem er starfræktur þar undir brúnni sem gerir kleift að skrá ferðir urriða á leið til og frá hrygningarstöðvunum. Síðan er gengið með Öxará upp undir Almannagjá þar sem risaurriðar og aðrir minni verða skoðaðir og fjallað um lífshætti þeirra. Fræðslugöngunni lýkur í Fræðslumiðstöðinni við Hakið þar sem Jóhannes flytur erindi um Þingvallaurriðann með tilheyrandi myndasýningu. Þetta árið er ekki hægt að ganga upp í Fræðslumiðstöð þar sem gönguleiðin um Almannagjá er lokuð vegna framkvæmda við nýja sprungu efst í Kárastaðastíg. Því þurfa þeir göngugestir sem vilja hlýða á erindið í Hakinu að aka þangað. Rétt er að minna á það að fólki er ætlað að hafa sína hentisemi varðandi það hve lengi það tekur þátt í göngunni. Því sumum hentar að sjá framan í nokkra urriða og heyra það helsta um lífshætti þeirra á meðan aðrir stoppa lengur við og hlýða jafnvel á erindið sem er í lokin í Fræðslumiðstöðinni við Hakið. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Brúará fyrir landi Sels til SVFR Veiði Ennþá veiðast regnboga silungar í Minnivallalæk Veiði Mikil ásókn í veiðileyfi fyrir 2023 Veiði Mikil aukning erlendra veiðimanna í silung Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Fish Partner með veiðiferðir erlendis Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði