Veiðitölur úr Gljúfurá í Borgarfirði Karl Lúðvíksson skrifar 18. október 2011 09:29 Lokatölur laxveiða í Gljúfurá í Borgarfirði hljóma upp á 266 laxa þetta sumarið, sem er með ágætum og yfir meðaltali sl. áratuga. Sem fyrr var veiðin langmest í júlímánuði, eða 159 laxar, 52 laxar fengust í ágústmánuði og 55 laxar í september. Þetta er örlítið minni veiði en fékkst úr Gljúfurá í fyrrasumar en þá fengust 281 lax úr ánni. Mismunurinn á milli ára nemur því aðeins 15 löxum. Meðaltalsveiði síðastliðinna 35 ára í Gljúfurá er 214 laxar, og veiðin því yfir þeim tölum í sumar. Þess má geta að í fyrsta sinn var gerð tilraun til sjóbirtingsveiða fyrstu tíu daga októbermánaðar. Fóru bændur með þá tilraunaveiði, en mikil aukning virðist vera í sjóbirtingsgengd í Gljúfurá hin síðari ár. SVFR hefur ekki tölur yfir afrakstur þeirra veiða. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Fish Partner með veiðiferðir erlendis Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði Velkomin á Veiðivísi Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Stóra Laxá að klára með stæl Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Veiðiævintýri í Norðlingafljóti með Ólafi Veiði Veiddu vel á léttklæddar flugur Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði
Lokatölur laxveiða í Gljúfurá í Borgarfirði hljóma upp á 266 laxa þetta sumarið, sem er með ágætum og yfir meðaltali sl. áratuga. Sem fyrr var veiðin langmest í júlímánuði, eða 159 laxar, 52 laxar fengust í ágústmánuði og 55 laxar í september. Þetta er örlítið minni veiði en fékkst úr Gljúfurá í fyrrasumar en þá fengust 281 lax úr ánni. Mismunurinn á milli ára nemur því aðeins 15 löxum. Meðaltalsveiði síðastliðinna 35 ára í Gljúfurá er 214 laxar, og veiðin því yfir þeim tölum í sumar. Þess má geta að í fyrsta sinn var gerð tilraun til sjóbirtingsveiða fyrstu tíu daga októbermánaðar. Fóru bændur með þá tilraunaveiði, en mikil aukning virðist vera í sjóbirtingsgengd í Gljúfurá hin síðari ár. SVFR hefur ekki tölur yfir afrakstur þeirra veiða. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Fish Partner með veiðiferðir erlendis Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði Velkomin á Veiðivísi Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Stóra Laxá að klára með stæl Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Veiðiævintýri í Norðlingafljóti með Ólafi Veiði Veiddu vel á léttklæddar flugur Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði