Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Af Vötn og Veiði skrifar 3. október 2011 09:27 Mynd af www.agn.is Laxá á Ásum var sem kunnugt er leigð félaginu Salmon tails á dögunum eftir útboð, en Lax-á hefur haft ána á leigu í all mörg ár. Leiguverð var ekki gefið upp, en við höfum það eftir góðum heimildum að ársleigan sé 28 milljónir. Sem sagt, þetta er frá tveimur heimildarmönnum sem við teljum trausta og voru báðir samstiga með töluna, 28 milljónir og hækkar þá árleigan um fjórar milljónir, en sömu heimildarmenn hermdu að Lax-á hafi greitt 24 milljónir fyrir ána undir það síðasta. Laxá á Ásum hefur lengi verið með dýrustu laxveiðiám landsins, ef ekki sú dýrasta, og verður líkast til lítil breyting á því. Þó er ekki hægt að segja neitt fast um það enn, því það mun vera í umræðunni að bæta þriðju stönginni við í ánni, auk þess að hugsanlegt sé að rafstöðinni inni í dalnum verði lokað með þeim afleiðingum að áin myndi þá fá vænan skammt af vatni sem hún hefur ekki fengið um árabil. Gangi þessar pælingar eftir, telst það að sjálfsögðu til tíðinda. Laxá á Ásum hefur orðið mjög vatnslítil á köflum hin síðari sumur, en fái hún aukið vatn heldur hún fleiri veiðistöðum virkum og myndi vel þola þriðju stöngina. Veiðin í ánni s.l. sumar var þó ekki til að hrópa húrra fyrir, 439 laxar veiddust á stangirnar tvær á móti 763 í fyrra. 439 er í sjálfu sér prýðisveiði á tvær stangir, en engu að síður nokkuð langt frá því sem menn vænta úr ánni. Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði Stangveiði Mest lesið 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Orðnir einn af stærstu veiðileyfasölum landsins Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Gæsin farin að safnast í tún Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Straumar áfram með Álftá Veiði
Laxá á Ásum var sem kunnugt er leigð félaginu Salmon tails á dögunum eftir útboð, en Lax-á hefur haft ána á leigu í all mörg ár. Leiguverð var ekki gefið upp, en við höfum það eftir góðum heimildum að ársleigan sé 28 milljónir. Sem sagt, þetta er frá tveimur heimildarmönnum sem við teljum trausta og voru báðir samstiga með töluna, 28 milljónir og hækkar þá árleigan um fjórar milljónir, en sömu heimildarmenn hermdu að Lax-á hafi greitt 24 milljónir fyrir ána undir það síðasta. Laxá á Ásum hefur lengi verið með dýrustu laxveiðiám landsins, ef ekki sú dýrasta, og verður líkast til lítil breyting á því. Þó er ekki hægt að segja neitt fast um það enn, því það mun vera í umræðunni að bæta þriðju stönginni við í ánni, auk þess að hugsanlegt sé að rafstöðinni inni í dalnum verði lokað með þeim afleiðingum að áin myndi þá fá vænan skammt af vatni sem hún hefur ekki fengið um árabil. Gangi þessar pælingar eftir, telst það að sjálfsögðu til tíðinda. Laxá á Ásum hefur orðið mjög vatnslítil á köflum hin síðari sumur, en fái hún aukið vatn heldur hún fleiri veiðistöðum virkum og myndi vel þola þriðju stöngina. Veiðin í ánni s.l. sumar var þó ekki til að hrópa húrra fyrir, 439 laxar veiddust á stangirnar tvær á móti 763 í fyrra. 439 er í sjálfu sér prýðisveiði á tvær stangir, en engu að síður nokkuð langt frá því sem menn vænta úr ánni. Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði
Stangveiði Mest lesið 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Orðnir einn af stærstu veiðileyfasölum landsins Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Gæsin farin að safnast í tún Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Kleifarvatn gaf flotta veiði í rokinu í gær Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Straumar áfram með Álftá Veiði