Handbolti

Ísland tapaði með tveimur mörkum gegn Tékkum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði 30-28 gegn Tékkum í lokaleik sínum á æfingamótinu í Póllandi í morgun. Íslenska liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á þessu sterka móti. Þetta kemur fram á mbl.is.

Leikurinn var jafn framan af og staðan í hálfleik var 15-15. Í síðari hálfleik höfðu Tékkar undirtökin og höfðu að lokum tveggja marka sigur.

Hrafnhildur Skúladóttir skoraði átta mörk fyrir Ísland, þar af fimm úr vítakasti. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir kom næst með fimm mörk.

Markverðir íslenska liðsins stóðu sig með sóma. Guðrún Ósk Maríasdóttir byrjaði í markinu og varði 17 skot. Guðný Jenný Ásmundsdóttir kom inn í markið í síðari hálfleik og varði sjö skot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×