Stefán Gíslason er kominn aftur til Lilleström og mun klára tímabilið með norska úrvalsdeildarfélaginu. Stefán verður af þremur íslenskum leikmönnum í liðinu en hinir eru markvörðurinn Stefán Logi Magnússon og framherjinn Björn Bergmann Sigurðarson.
Stefán yfirgaf Lilleström í ágústmánuði og ætlaði að finna sér nýtt lið. Það gekk hinsvegar ekki og því er hann kominn aftur til Lilleström.
„Hann er búinn að framlengja samning sinn við LSK og mun klára tímabilið með okkur. Það er bara gamli samningurinn sem gildir. Hann fann sér ekkert félag og þess vegna bauðst okkur þessi möguleiki," sagði Torgeir Bjarmann íþróttastjóri Lilleström við heimasíðu félagsins.
Stefán lék 6 fyrstu leiki Lilleström og kom inn á síðan sem varamaður í einum leik í 13. umferð eftir að hafa misst úr sex leiki vegna meiðsla.
Lilleström er 10. sæti deildarinnar og næsti leikur liðsins er á móti norsku meisturunum í Rosenborg á föstudaginn sem gæti orðið fyrsti leikur Stefán með liðinu síðan í júní.
Stefán aftur til Lilleström: Það er bara gamli samningurinn sem gildir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn

Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn


„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti