Veiði lokið í Norðurá 14. september 2011 20:18 Mynd af www.svfr.is Veiði er formlega lokið í Norðurá í Borgarfirði. Veiðisumarið var gott í Norðurá og lokatalan 2.134 laxar sem verður að teljast afbragðsgóð niðurstaða. Laxinn mætti óvenju seint í Norðurá, og í raun má segja að mestu göngurnar hafi komið í annari og þriðju viku júlímánaðar. Því voru göngurnar tíu dögum til tveimur vikum of seint á ferðinni ef miðað er við undanfarin ár. Í fyrrasumar voru göngur svo að segja yfirstaðnar þann 15. júlí, en í sumar náðu þær hámarki upp úr miðjum mánuðinum. Vegna þessa dreifðust veiðitölur mun betur en undanfarin ár, en fyrstu tvær vikur júlímánaðar hafa verið framúrskarandi á kostnað seinni hluta júlímánaðar. Þess má geta að bókanir veiðileyfa í Norðurá eru hafnar, en skilafrestur í forúthlutun er 20. september næstkomandi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Orðnir einn af stærstu veiðileyfasölum landsins Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Hítará á Mýrum opnaði í gær Veiði Vond veiði í Veiðivötnum Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Gæsin farin að safnast í tún Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði
Veiði er formlega lokið í Norðurá í Borgarfirði. Veiðisumarið var gott í Norðurá og lokatalan 2.134 laxar sem verður að teljast afbragðsgóð niðurstaða. Laxinn mætti óvenju seint í Norðurá, og í raun má segja að mestu göngurnar hafi komið í annari og þriðju viku júlímánaðar. Því voru göngurnar tíu dögum til tveimur vikum of seint á ferðinni ef miðað er við undanfarin ár. Í fyrrasumar voru göngur svo að segja yfirstaðnar þann 15. júlí, en í sumar náðu þær hámarki upp úr miðjum mánuðinum. Vegna þessa dreifðust veiðitölur mun betur en undanfarin ár, en fyrstu tvær vikur júlímánaðar hafa verið framúrskarandi á kostnað seinni hluta júlímánaðar. Þess má geta að bókanir veiðileyfa í Norðurá eru hafnar, en skilafrestur í forúthlutun er 20. september næstkomandi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Orðnir einn af stærstu veiðileyfasölum landsins Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Hítará á Mýrum opnaði í gær Veiði Vond veiði í Veiðivötnum Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Gæsin farin að safnast í tún Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði