Gunnar Heiðar Þorvaldsson átti mikinn þátt í 2-1 útisigri IFK Norrköping á GAIS á Gamla Ullevi í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigurinn kom Norrköping upp í 11. sæti deildarinnar.
Mervan Celik kom GAIS yfir á 27. mínútu en Gunnar Heiðar lagði upp mark fyrir Shpetim Hasani sex mínútum síðar. Shpetim Hasani skoraði síðan sigurmarkið fimmtán mínútum fyrir leikslok og aftur eftir stoðendingu frá Gunnari Heiðari.
Gunnar Heiðar hefur skorað 7 mörk og gefið 3 stoðsendingar í 21 leik með IFK Norrköping á tímabilinu.
GAIS var átta sætum ofar í töflunni en Norrköping og kom þessi sigur því mjög á óvart.
Gunnar Heiðar lagði upp bæði mörk Norrköping í sigri á GAIS
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti

Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn


