108 sm landað í Vatnsdalsá Karl Lúðvíksson skrifar 19. september 2011 12:00 Laxinn sem veiðimaður setti í við Hólakvörn var aldeilis ekki gamall lurkur úr vorgöngum heldur spikfeitur, nýrunnin og sjálfsagt með saltbragð í munni. Það eina sem var ekki sjáanlegt, og gefur til kynna nýrunnin lax úr sjó, var lúsin. Það tók um hálftíma að landa þessum höfðingja. Eins og sést á samanburðar myndinni, þar sem tvíhendan er lög til hliðar þessum stórlaxi og virkar sem silungastöng í samanburði, er þetta þvílík skepna ! Einn af veiðimönnunum í hollini 3. til 6. september setti í 3 stórlaxa og missti þá alla ! Einn af heimalingunum horfði á seinustu átökin hjá þessum veiðimanni í Hnausastreng. Þegar vanur maður eins og þessi lyftir öxlum þegar undirlínan er öll komin út og spyr um leið, „Hvað á ég núna að gera??“, er svarið afar einfalt: „Bíddu eftir að hann losi sig og settu bremsuna svo strax í botn næst þegar þú setur í álíka fisk.“ Þessi frétt er á vefnum www.vatnsdalsa.is Stangveiði Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði
Laxinn sem veiðimaður setti í við Hólakvörn var aldeilis ekki gamall lurkur úr vorgöngum heldur spikfeitur, nýrunnin og sjálfsagt með saltbragð í munni. Það eina sem var ekki sjáanlegt, og gefur til kynna nýrunnin lax úr sjó, var lúsin. Það tók um hálftíma að landa þessum höfðingja. Eins og sést á samanburðar myndinni, þar sem tvíhendan er lög til hliðar þessum stórlaxi og virkar sem silungastöng í samanburði, er þetta þvílík skepna ! Einn af veiðimönnunum í hollini 3. til 6. september setti í 3 stórlaxa og missti þá alla ! Einn af heimalingunum horfði á seinustu átökin hjá þessum veiðimanni í Hnausastreng. Þegar vanur maður eins og þessi lyftir öxlum þegar undirlínan er öll komin út og spyr um leið, „Hvað á ég núna að gera??“, er svarið afar einfalt: „Bíddu eftir að hann losi sig og settu bremsuna svo strax í botn næst þegar þú setur í álíka fisk.“ Þessi frétt er á vefnum www.vatnsdalsa.is
Stangveiði Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði