Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fyrra mark Malmö sem vann í kvöld 2-1 sigur á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum jók Malmö forystu sína á toppi deildarinnar í sex stig.
Sara Björk lék allan leikinn fyrir Malmö sem og Þóra B. Helgadóttir í markinu.
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Katrín Jónsdóttir og Dóra María Lárusdóttir léku allan leikinn fyrir Djurgården.
Malmö er nú með 40 stig á toppi deildarinnar og sex stiga forystu á næsta lið. Næsta lið á eftir, Tyresö, tapaði stigum í kvöld eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Íslendingaliðið Kristianstad.
Margrét Lára Viðarsdóttir, Sif Atladóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Erla Steina Arnardóttir léku allan leikinn fyrir Kristianstad en Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins.
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir lék allan leikinn með Örebro sem gerði markalaust jafntefli við Piteå. Edda Garðarsdóttir og María Björg Ágústsdóttir léku ekki með Örebro í kvöld.
Örebro er í fimmta sæti deildarinnar með 33 stig en Kristianstad í því sjötta með 28. Djurgården er svo í áttunda sæti með 21 stig.
Sara Björk skoraði í sigurleik
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti

Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn



Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti