Þverá í útboð Karl Lúðvíksson skrifar 31. ágúst 2011 21:04 Það er alltaf nokkuð stór frétt þegar einhver af stóru laxveiðiánum er sett í útboð. Veiðifélag Þverár í Borgarfirði hefur nú ákveðið að óska eftir tilboðum í veiðirétt á vatnasvæði sínu, en þar eru Þverá og Kjarará, ásamt Litlu Þverá. Núverandi leigutaki er Sporður ehf, en samningur þeirra rennur út í lok veiðitíma sumarið 2012. Veiðifélagið lítur svo á að hver sá, sem hreppir hnossið, þurfi að vita af því með góðum fyrirvara, svo sölustarfsemi geti hafist í tæka tíð. Því mun útboðið verða auglýst í dagblöðum nú um næstu helgi og stefnt er að því að opna tilboðin þann 1. nóvember. Það er “LEX Lögmannsstofa” sem sér um afhendingu allra gagna og framkvæmd útboðsins. Allt frá hruninu 2008 hefur verð veiðileyfa hækkað mun minna en nemur almennum vísitöluhækkunum. En nú í sumar virðist spurn eftir veiðileyfum vaxandi og án efa bíða mörg veiðifélög nokkuð spennt eftir niðurstöðum þessa útboðs. Þær kunna að gefa tónin um verðbreytingar nú á næstunni. Frétt fengin af Angling.is Stangveiði Mest lesið Fín veiði í Langá þrátt fyrir mikið vatn Veiði Fiskvegur í Jökulsá á Dal Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Öll vorveiðin hjá Hreggnasa uppseld nema í Grímsá Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði
Það er alltaf nokkuð stór frétt þegar einhver af stóru laxveiðiánum er sett í útboð. Veiðifélag Þverár í Borgarfirði hefur nú ákveðið að óska eftir tilboðum í veiðirétt á vatnasvæði sínu, en þar eru Þverá og Kjarará, ásamt Litlu Þverá. Núverandi leigutaki er Sporður ehf, en samningur þeirra rennur út í lok veiðitíma sumarið 2012. Veiðifélagið lítur svo á að hver sá, sem hreppir hnossið, þurfi að vita af því með góðum fyrirvara, svo sölustarfsemi geti hafist í tæka tíð. Því mun útboðið verða auglýst í dagblöðum nú um næstu helgi og stefnt er að því að opna tilboðin þann 1. nóvember. Það er “LEX Lögmannsstofa” sem sér um afhendingu allra gagna og framkvæmd útboðsins. Allt frá hruninu 2008 hefur verð veiðileyfa hækkað mun minna en nemur almennum vísitöluhækkunum. En nú í sumar virðist spurn eftir veiðileyfum vaxandi og án efa bíða mörg veiðifélög nokkuð spennt eftir niðurstöðum þessa útboðs. Þær kunna að gefa tónin um verðbreytingar nú á næstunni. Frétt fengin af Angling.is
Stangveiði Mest lesið Fín veiði í Langá þrátt fyrir mikið vatn Veiði Fiskvegur í Jökulsá á Dal Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Öll vorveiðin hjá Hreggnasa uppseld nema í Grímsá Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði