Veigar Páll Gunnarsson var maðurinn á bak við 2-0 útisigur Vålerenga á Sarpsborg 08 í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Veigar Páll skoraði sitt fyrsta mark fyrir Vålerenga á 57.mínútu leiksins með yfirveguðu skoti úr vítateignum en hann hafði fimm mínúutum áður lagt upp fyrra markið fyrir André Muri.
Þetta var þriðji leikur Veigars Páls fyrir Vålerenga síðan að félagið keypti hann frá Stabæk á dögunum. Hann hafði ekki náð að koma að marki í fyrstu tveimur leikjunum. Veigar Páll hefur nú skorað 10 mörk á tímabilinu en 9 þeirra skoraði hann fyrir Stabæk.
Vålerenga er með jafnmörg stig en lakari markatölu en Rosenborg sem situr í áttunda sæti deildarinnar. Rosenborg á reyndar tvo leiki inni.
Veigar Páll með fyrsta markið sitt fyrir Vålerenga
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi
Körfubolti


Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann
Handbolti


Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn

