Holl vanra manna sem var að koma úr Hjaltadalsá fékk ellefu laxa og var helmingurinn stórlax. Að auki veiddust 22 bleikjur, flestar við Stífluna. Veiðimönnum sem kaupa veiðileyfi nú í haust fá aðgang að akri á Laufskálum til gæsaveiða. Um er að ræða um 10 hektara akur fyrir fjórar byssur og er aðgangurinn endurgjaldslaus séu menn með veiðileyfi í ánni.
Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
