Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópnum hjá norska liðinu Viking frá Stavanger í gær og svo virðist sem Birkir hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Åge Hareide þjálfari liðsins hefur ekki valið Birki í liðið í undanförnum leikjum en Birkir hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við félagið og bendir allt til þess að hann fari frá félaginu áður en félagaskiptaglugganum verður lokað á miðvikudaginn.
„Birkir var ekki með í leiknum í dag þar sem ég vildi senda þau skilaboð til leikmanna að aðeins þeir sem séu með hugann við Viking fái að spila. Birkir er fínn strákur og hann gæti alveg eins verið í liðinu í næsta leik," sagði Hareide við TV2 í gær.
Birkir segir í viðtali við sömu sjónvarpsstöð að svo virðist sem að samningur hans hafi runnið út um leið hann ákvaða að semja ekki við Viking á ný. „Þið verðið að spyrja Åge um þetta en það lítur út fyrir að samningar renni út um leið og maður vill ekki skrifa undir nýjan samning. Ég hef fengið þau skilaboð að ég muni ekki spila fleiri leiki á meðan ég skrifi ekki undir samning. Þess vegna var ég ekki í liðinu," bætti Birkir við en Jim Solbakken umboðsmaður hans vinnur að því að koma honum til annars liðs.
Viking sigraði Stabæk, 1-0, í gær á heimavelli og eru með 26 stig í tíunda sæti deildarinnar. King Osei Gyan, leikmaður Viking, skoraði eina mark leiksins.
Birkir Bjarnason er líklega á leiðinni frá Viking

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn