Heitar flugur frá Veiðiflugum Karl Lúðvíksson skrifar 15. ágúst 2011 11:15 Núna þegar stórir laxar eru að koma á land er auðvitað alltaf spurt hvað fiskurinn tók. Margir eiga sér uppáhalds haustflugur og sumar þeirra eru sígildar en lítið notaðar að mér finnst. Má þar nefna flugur eins og White Wing sem er frábær fluga í september veiðina þegar rökkva tekur á kvöldin. Sama má segja um Thunder & Lighting, Half & Half, Iða, Krafla svo að nokkrar séu nefndar. En tvær flugur hafa klárlega öðlast sess á þessu ári sem tískuflugur meðal þeirra sem eru að reyna ná stórlaxi þetta árið.Græna Druslan hans Klaus FrimorMynd af www.veidiflugur.isArndilly Fancy er önnur þeirra (sjá efri mynd). Þetta er veiðileg fluga og veiðin að sögn þeirra sem nota hana mikið. Hin flugan er Græna Druslan eftir Klaus Frimor. Grænn litur er lítið notaður í nýjustu hnýtingarnar en var vinsæll litur hér á árum áður. Þær flugur sem menn veiddu oft vel á voru t.d. Green Highlander, Green Lorens sem eru eins og nöfnin benda til vel grænar. Annars hafa sumir haldið því fram að það sé misjafnt eftir ám hvaða litur gefi vel. Spurning um að prófa þetta ítarlega í næsta veiðitúr, annars er það nú oftast þannig að menn hnýta undir það sem þær hafa trú á, sama hvernig flugan lítur út. Stangveiði Mest lesið Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði
Núna þegar stórir laxar eru að koma á land er auðvitað alltaf spurt hvað fiskurinn tók. Margir eiga sér uppáhalds haustflugur og sumar þeirra eru sígildar en lítið notaðar að mér finnst. Má þar nefna flugur eins og White Wing sem er frábær fluga í september veiðina þegar rökkva tekur á kvöldin. Sama má segja um Thunder & Lighting, Half & Half, Iða, Krafla svo að nokkrar séu nefndar. En tvær flugur hafa klárlega öðlast sess á þessu ári sem tískuflugur meðal þeirra sem eru að reyna ná stórlaxi þetta árið.Græna Druslan hans Klaus FrimorMynd af www.veidiflugur.isArndilly Fancy er önnur þeirra (sjá efri mynd). Þetta er veiðileg fluga og veiðin að sögn þeirra sem nota hana mikið. Hin flugan er Græna Druslan eftir Klaus Frimor. Grænn litur er lítið notaður í nýjustu hnýtingarnar en var vinsæll litur hér á árum áður. Þær flugur sem menn veiddu oft vel á voru t.d. Green Highlander, Green Lorens sem eru eins og nöfnin benda til vel grænar. Annars hafa sumir haldið því fram að það sé misjafnt eftir ám hvaða litur gefi vel. Spurning um að prófa þetta ítarlega í næsta veiðitúr, annars er það nú oftast þannig að menn hnýta undir það sem þær hafa trú á, sama hvernig flugan lítur út.
Stangveiði Mest lesið Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði