97 sm hængur úr Svalbarðsá Karl Lúðvíksson skrifar 17. ágúst 2011 12:34 Ánægður veiðimaður með 97cm hæng úr Svalbarðsselshyl tekin á Cascade micro conehead afbrigði. Mynd af www.hreggnasi.is Ein af þeim ám sem er að slá rækilega í gegn á þessu ári er Svalbarðsá. Hollin hafa verið að gera feykilega góða veiði það sem komið er af tímabilinu og meðalþyngdin verið alveg frábær. Það var ánægður veiðimaður þar um daginn sem landaði þessum flotta hæng úr Svalbarðsselshyl og mældist hann 97 sm. Fleiri stórir laxar hafa sést í ánni svo það má reikna með að þeir fari að taka núna seinni part tímabilsins þegar stóru hængarnir fara að verða viðskotaillir í hyljunum. Heldur hefur hægt á veiði í Svalbarðsá seinustu daga en áin er samt komin yfir 420 laxa. Það þurfa því aðeins að koma um 85 laxar á þeim mánuði sem eftir er til að nýtt met verði slegið. Stangveiði Mest lesið Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði
Ein af þeim ám sem er að slá rækilega í gegn á þessu ári er Svalbarðsá. Hollin hafa verið að gera feykilega góða veiði það sem komið er af tímabilinu og meðalþyngdin verið alveg frábær. Það var ánægður veiðimaður þar um daginn sem landaði þessum flotta hæng úr Svalbarðsselshyl og mældist hann 97 sm. Fleiri stórir laxar hafa sést í ánni svo það má reikna með að þeir fari að taka núna seinni part tímabilsins þegar stóru hængarnir fara að verða viðskotaillir í hyljunum. Heldur hefur hægt á veiði í Svalbarðsá seinustu daga en áin er samt komin yfir 420 laxa. Það þurfa því aðeins að koma um 85 laxar á þeim mánuði sem eftir er til að nýtt met verði slegið.
Stangveiði Mest lesið Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði