Það má reikna með að Norðurá verði nálægt lokatölu 2010 en það verður að segjast eins og er að það vantar allmikið uppá Miðfjarðará og Þverá/Kjarrá, en það er líka ósanngjarn samanburður því þessar ár voru með hreint út sagt frábæra veiði í fyrra. Það ber alls ekki að skilja það sem svo að árið núna sé lélegt, heldur er þetta það sem má kalla venjulegt.
Langá á mikið inni og það má reikna með að dagarnir 20-29. ágúst gætu skilað um 500-600 löxum á land þar sem maðkurinn fer í ánna þann 20. ágúst og áin er full af laxi og í mikið betra vatni heldur en 2010 og 2009. En fyrir þá sem vilja skoða listann í heild þá má finna hann á þessum link: http://angling.is/is/veiditolur/
Hér er svo topp 10 listinn:
Veiðivatn | Dagsetning | Heildarveiði | Stangafjöldi | Lokatölur 2010 |
Eystri-Rangá | 17. 8. 2011 | 2557 | 18 | 6280 |
Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki. | 17. 8. 2011 | 2160 | 20 | 6210 |
Norðurá | 17. 8. 2011 | 1950 | 14 | 2279 |
Blanda | 17. 8. 2011 | 1817 | 16 | 2777 |
Þverá + Kjarará | 17. 8. 2011 | 1528 | 14 | 3760 |
Miðfjarðará | 17. 8. 2011 | 1504 | 10 | 4043 |
Selá í Vopnafirði | 17. 8. 2011 | 1404 | 7 | 2065 |
Haffjarðará | 17. 8. 2011 | 1245 | 6 | 1978 |
Langá | 17. 8. 2011 | 1207 | 12 | 2235 |
Elliðaárnar. | 17. 8. 2011 | 1020 | 6 | 1164 |