Veigar Páll Gunnarsson fór á kostum í síðasta leiknum sínum með Stabæk í dag en hann hefur verið seldur til Vålerenga. Veigar Páll skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 4-1 sigri Stabæk á botnliði Start í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Veigar Páll byrjaði á því að leggja upp mark fyrir Johan Andersson á 12. mínútu aðeins mínútu eftir að Start komst óvænt yfir í leiknum.
Veigar Páll skoraði síðan tvö mörk í kringum hálfleikinn, fyrst eftir sendingu frá Pálma Rafni Pálmasyni í uppbótartíma fyrri hálfleiks og svo á 50. mínútu eftir sendingu frá Bjarna Ólafi Eiríkssyni. Íslendingarnir unnu þarna vel saman í tvígang.
Bjarni Ólafur lagði síðan upp fjórða og síðasta mark Stabæk fyrir Torstein Andersen Aase á 87. mínútu en rétt áður hafði Veigar Páll fengið heiðursskiptingu.
Veigar Páll í miklu stuði í síðasta leiknum með Stabæk
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti




