Veðurblíða í Víðidalnum, komnir 150 laxar á land Karl Lúðvíksson skrifar 21. júlí 2011 15:58 Mynd af www.lax-a.is Heildarveiðin í Víðidal er kominn í 150 laxa ef kvöldvaktin í gær og morguninn í dag er tekinn með. Er þetta talsvert minna en í fyrra en eins og oft hefur verið sagt í sumar er veiðin um tveimur vikum seinna í sumar en undanfarin ár. Við heyrðum í þeim niðri veiðihúsi eftir vaktina í morgun og var sól og blíða á svæðinu eins og er búið að vera núna í viku og ef eitthvað er fer hitinn hækkandi. Það eru þó að koma um 15 fiskar á land á dag, mest á svæði eitt á gárutúbur og smáflugur. Við heyrðum einnig af því að aðeins sé farið að bera á nýjum smálaxi í ánni sem er góðs viti. Menn voru þó bjartsýnir fyrir helgina og verður spennandi að heyra hvernig hún gengur. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á Stangveiði Mest lesið Endurheimtur seiða betri en í fyrra Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastkennslu Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Helgarviðtal: Skjálfandi á beinunum á bökkum Svartár (fyrri hluti) Veiði Breiðdalsá tekur vel við sér Veiði Félagaúthlutun til félagsmanna SVFR er hafin Veiði Eyjafjarðará að taka við sér á nýjan leik Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Einstök hellableikja við Mývatn Veiði Laxinn er mættur Veiði
Heildarveiðin í Víðidal er kominn í 150 laxa ef kvöldvaktin í gær og morguninn í dag er tekinn með. Er þetta talsvert minna en í fyrra en eins og oft hefur verið sagt í sumar er veiðin um tveimur vikum seinna í sumar en undanfarin ár. Við heyrðum í þeim niðri veiðihúsi eftir vaktina í morgun og var sól og blíða á svæðinu eins og er búið að vera núna í viku og ef eitthvað er fer hitinn hækkandi. Það eru þó að koma um 15 fiskar á land á dag, mest á svæði eitt á gárutúbur og smáflugur. Við heyrðum einnig af því að aðeins sé farið að bera á nýjum smálaxi í ánni sem er góðs viti. Menn voru þó bjartsýnir fyrir helgina og verður spennandi að heyra hvernig hún gengur. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið Endurheimtur seiða betri en í fyrra Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastkennslu Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði Helgarviðtal: Skjálfandi á beinunum á bökkum Svartár (fyrri hluti) Veiði Breiðdalsá tekur vel við sér Veiði Félagaúthlutun til félagsmanna SVFR er hafin Veiði Eyjafjarðará að taka við sér á nýjan leik Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Einstök hellableikja við Mývatn Veiði Laxinn er mættur Veiði