50 laxar á land í Ytri Rangá á morgunvaktinni í gær Karl Lúðvíksson skrifar 21. júlí 2011 16:00 Það var mikill fiskur í Ægissíðufossi í morgun Mynd af www.lax-a.is Ytri Rangá er heldur betur að taka við sér. Við sögðum frá því í gær að þriðjudagurinn hafi verið besti dagurinn í sumar hingað til með 48 laxa. Miðvikudagurinn var svipaður með 45 laxa og 30 af þeim á morgunvaktinni. En morgunvaktin í dag, fimmtudag, kom með enn eina sprengjuna, 50 laxar á land og tæpur helmingur í Ægisíðufossi seinnihluta vaktarinnar. Staurinn, Rangárflúðir, Klöppin og Borgin hafa einnig verið að gefa vel síðustu daga. Það verður gaman að fylgjast með vaktinni í kvöld og hvernig bestidagur sumarsins hingað til endar. Rangárnar virðast hér með komnar á fullt og ef miðað er við magn af fiski sem kemur í ánna þegar göngurnar loksins hefjast þá er veisla framundan við bakkana þar eystra næstu vikurnar. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði
Ytri Rangá er heldur betur að taka við sér. Við sögðum frá því í gær að þriðjudagurinn hafi verið besti dagurinn í sumar hingað til með 48 laxa. Miðvikudagurinn var svipaður með 45 laxa og 30 af þeim á morgunvaktinni. En morgunvaktin í dag, fimmtudag, kom með enn eina sprengjuna, 50 laxar á land og tæpur helmingur í Ægisíðufossi seinnihluta vaktarinnar. Staurinn, Rangárflúðir, Klöppin og Borgin hafa einnig verið að gefa vel síðustu daga. Það verður gaman að fylgjast með vaktinni í kvöld og hvernig bestidagur sumarsins hingað til endar. Rangárnar virðast hér með komnar á fullt og ef miðað er við magn af fiski sem kemur í ánna þegar göngurnar loksins hefjast þá er veisla framundan við bakkana þar eystra næstu vikurnar. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði