Síðasta vika sú besta í sumar Frétt af Vötn og Veiði skrifar 22. júlí 2011 10:03 Mynd af www.votnogveidi.is Það er svo sannarlega líf í tuskunum víða eftir stóra strauminn um síðustu helgi. Góðar göngur hafa verið víða og ekkert lát á líkt og féelagi okkar einn varð vitni að við Borgarfjarðarbrúna síðustu nótt. Okkar maður var að kasta fyrir silung á Seleyri þar sem oft er margt um manninn að veiða sjógöngusilung án endurgjalds. Honum sagðist svo frá að um miðnætti síðast liðna nótt hefði allt dottið í dúnalogn og þá hefði verið sjón að sjá sjóinn, hann hefði kraumað af laxi sem var á hraðferð fram hjá og áleiðis upp í vatnakerfið. Hann var síðan aftur á ferðinni snemma í morgun og var allt við það sama, viðstöðulausar göngur fram hjá og undir brú og uppúr. Seleyrarmenn setja sjalda í lax, en félagi okkar landaði nokkrum ágætum bleikjum. Hann sagði samt, að sjá torfurnar æða fram hjá hefði verið toppurinn á veiðitúrnum. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/3942 Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði
Það er svo sannarlega líf í tuskunum víða eftir stóra strauminn um síðustu helgi. Góðar göngur hafa verið víða og ekkert lát á líkt og féelagi okkar einn varð vitni að við Borgarfjarðarbrúna síðustu nótt. Okkar maður var að kasta fyrir silung á Seleyri þar sem oft er margt um manninn að veiða sjógöngusilung án endurgjalds. Honum sagðist svo frá að um miðnætti síðast liðna nótt hefði allt dottið í dúnalogn og þá hefði verið sjón að sjá sjóinn, hann hefði kraumað af laxi sem var á hraðferð fram hjá og áleiðis upp í vatnakerfið. Hann var síðan aftur á ferðinni snemma í morgun og var allt við það sama, viðstöðulausar göngur fram hjá og undir brú og uppúr. Seleyrarmenn setja sjalda í lax, en félagi okkar landaði nokkrum ágætum bleikjum. Hann sagði samt, að sjá torfurnar æða fram hjá hefði verið toppurinn á veiðitúrnum. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/3942
Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði