Stórlaxaveiði á Bíldsfelli Karl Lúðvíksson skrifar 25. júlí 2011 09:16 Flottur lax úr Alviðru í Soginu Mynd af www.svfr.is Veiðimenn í Alviðru í Sogi settu í sjö laxa í gærmorgun og lönduðu þremur. Stórlaxaveiði hefur verið í Bíldsfelli síðustu tvo daga. Það virðist vera nokkuð að ganga af laxi í Sogið þessa dagana. Þeir sem áttu Alviðrusvæðið í gærmorgun höfðu sett í sjö laxa klukkan níu um morguninn. Þremur var landað en athygli vekur að nokkuð er af stórum laxi að ganga um þessar mundir. Í aflanum var þrettán punda lax og tveir af þeim er misstust voru rígvænir. Þetta kemur heim og saman við veiðina hjá hóp manna í Bíldsfelli. Eftir tveggja daga veiði höfðu þeir landað tólf löxum en þar með er ekki öll sagan sögð. Fimm þessara laxa voru frá 15-20 pund!! Að sögn Ingólfs Ásgeirssonar sem var þar við veiðar minnti veiðin á gamla tíma í Soginu. Veiðimenn sem voru í Ásgarði höfðu fjórtán laxa upp úr krafsinu og misstu mjög mikið. Virðist sem tökur séu mjög grannar þessa dagana. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Vond veiði í Veiðivötnum Veiði 50 laxar komnir í klakkistur í Eystri Rangá Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Veiðin búin að vera frábær í Köldukvísl og Tungná Veiði Hraunsfjörðurinn sýður; stórbleikjur úr Þingvallavatni Veiði Ytri Rangá að komast í gang Veiði Stutt í að Hraunsfjörður fari í gang Veiði Sprækir urriðar í Elliðaánum Veiði 100 laxa holl lokadagana í Kjósinni Veiði
Veiðimenn í Alviðru í Sogi settu í sjö laxa í gærmorgun og lönduðu þremur. Stórlaxaveiði hefur verið í Bíldsfelli síðustu tvo daga. Það virðist vera nokkuð að ganga af laxi í Sogið þessa dagana. Þeir sem áttu Alviðrusvæðið í gærmorgun höfðu sett í sjö laxa klukkan níu um morguninn. Þremur var landað en athygli vekur að nokkuð er af stórum laxi að ganga um þessar mundir. Í aflanum var þrettán punda lax og tveir af þeim er misstust voru rígvænir. Þetta kemur heim og saman við veiðina hjá hóp manna í Bíldsfelli. Eftir tveggja daga veiði höfðu þeir landað tólf löxum en þar með er ekki öll sagan sögð. Fimm þessara laxa voru frá 15-20 pund!! Að sögn Ingólfs Ásgeirssonar sem var þar við veiðar minnti veiðin á gamla tíma í Soginu. Veiðimenn sem voru í Ásgarði höfðu fjórtán laxa upp úr krafsinu og misstu mjög mikið. Virðist sem tökur séu mjög grannar þessa dagana. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Vond veiði í Veiðivötnum Veiði 50 laxar komnir í klakkistur í Eystri Rangá Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Veiðin búin að vera frábær í Köldukvísl og Tungná Veiði Hraunsfjörðurinn sýður; stórbleikjur úr Þingvallavatni Veiði Ytri Rangá að komast í gang Veiði Stutt í að Hraunsfjörður fari í gang Veiði Sprækir urriðar í Elliðaánum Veiði 100 laxa holl lokadagana í Kjósinni Veiði