Húsvíkingurinn Hallgrímur Jónasson hefur verið lánaður til danska félagsins SönderjyskE frá sænska félaginu GAIS.
Lánssamningurinn er til áramóta. Hallgrímur fær væntanlega kjörið tækifæri til þess að spila í Danmörku en hann hefur ekki átt fast sæti í liði GAIS á þessu tímabili.
Hallgrímur er þriðji Íslendingurinní herbúðum félagsins en þar eru fyrir þeir Ólafur Ingi Skúlason og markvörðurinn Arnar Darri Pétursson.

