Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Karl Lúðvíksson skrifar 18. júlí 2011 09:15 Lax úr Kaldá á Jöklusvæðinu Mynd af www.strengir.is Veiðin bara eykst í Breiðdalsá og í gær komu 25 laxar á land og mikið af laxi að ganga, megnið stórlax en þó eitthvað af vænum smálaxi með. Áin fer að detta í 200 laxa í dag eða á morgun sem er frábær veiði frá 1. júlí er opnunin var. Á sama tíma í fyrra voru komnir 80 laxar en áin endaði þá í tæplega 1.200 löxum, svo miðað við það gæti stefnt í 2000 laxa í ár, en það væri auðvitað frábær árangur. Mikið bókað en ennþá eru 1-2 stangir lausar 20. - 23. júlí eða 23. - 26. júlí en þær fara væntanlega fljótlega miðað við áhugann. Næst er laust 28. - 31. ágúst og einnig hollið 31. ágúst – 3. september 3-4 stangir. Jökla gaf 7 bara í morgun á sex stangir, þar af tvær stórar 89 og 87 cm hrygnur og veiðin komin strax í 30 laxa, eða meira en helmingi meira en sama tíma 2010 sem gaf þó 350 laxa sumarið, svo stefnir í gott ár þar líka. Birt með góðfúslegu leyfi Strengja Stangveiði Mest lesið Laxá í Kjós: Ellefu fallegir eins árs fiskar Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Allt varð vitlaust þegar hlýnaði við Norðurá Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði RISE kvikmyndahátíðin hefst 10. mars Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Silungurinn er stútfullur af toppflugulirfu Veiði Risableikjur í norður Kanada Veiði Laxateljarinn í Elliðaánum kominn á netið Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði
Veiðin bara eykst í Breiðdalsá og í gær komu 25 laxar á land og mikið af laxi að ganga, megnið stórlax en þó eitthvað af vænum smálaxi með. Áin fer að detta í 200 laxa í dag eða á morgun sem er frábær veiði frá 1. júlí er opnunin var. Á sama tíma í fyrra voru komnir 80 laxar en áin endaði þá í tæplega 1.200 löxum, svo miðað við það gæti stefnt í 2000 laxa í ár, en það væri auðvitað frábær árangur. Mikið bókað en ennþá eru 1-2 stangir lausar 20. - 23. júlí eða 23. - 26. júlí en þær fara væntanlega fljótlega miðað við áhugann. Næst er laust 28. - 31. ágúst og einnig hollið 31. ágúst – 3. september 3-4 stangir. Jökla gaf 7 bara í morgun á sex stangir, þar af tvær stórar 89 og 87 cm hrygnur og veiðin komin strax í 30 laxa, eða meira en helmingi meira en sama tíma 2010 sem gaf þó 350 laxa sumarið, svo stefnir í gott ár þar líka. Birt með góðfúslegu leyfi Strengja
Stangveiði Mest lesið Laxá í Kjós: Ellefu fallegir eins árs fiskar Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Allt varð vitlaust þegar hlýnaði við Norðurá Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði RISE kvikmyndahátíðin hefst 10. mars Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Silungurinn er stútfullur af toppflugulirfu Veiði Risableikjur í norður Kanada Veiði Laxateljarinn í Elliðaánum kominn á netið Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði