Styttist í opnun Setbergsár Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2011 06:40 Mynd af www.svfr.is Árnefnd Setbergsár vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi opnun árinnar. Áin opnar þann 15.júlí næstkomandi. Miklar lagfæringar hafa verið gerðar á veiðihúsinu, sem satt best að segja var orðið dálítið þreytt. Að auki var settur upp teljari í laxastiganum í Illafossi og það verður fróðlegt að fylgjast með göngum þarna í sumar. Á myndinni má sjá Hermann Valsson formann árnefndar segja þeim Hallgrími Hólmsteinssyni og Magnúsi Hermannsyni fyrir verkum. Af veiði á Snæfellsnesi er það helst að frétta að ekkert lát virðist á góðri veiði í Hraunsfirði, þar er mikið af bleikju gengið í lónið. Eins hefur veiðin á vatnasvæði Lýsu glæðst og ágætis veiði hefur verið í Hítarvatni síðustu daga. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Sporðaköst væntanleg á Stöð 2 í apríl Veiði Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátíð Veiði Ein skæðasta haustflugan í sumar Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Leitin að stórlaxinum - Bók og DVD Veiði Nær Hróarslækur sér á strik 2012 Veiði Veiðibókin hans Bubba komin út Veiði Spjalla og skemmta sér fram á vor Veiði
Árnefnd Setbergsár vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi opnun árinnar. Áin opnar þann 15.júlí næstkomandi. Miklar lagfæringar hafa verið gerðar á veiðihúsinu, sem satt best að segja var orðið dálítið þreytt. Að auki var settur upp teljari í laxastiganum í Illafossi og það verður fróðlegt að fylgjast með göngum þarna í sumar. Á myndinni má sjá Hermann Valsson formann árnefndar segja þeim Hallgrími Hólmsteinssyni og Magnúsi Hermannsyni fyrir verkum. Af veiði á Snæfellsnesi er það helst að frétta að ekkert lát virðist á góðri veiði í Hraunsfirði, þar er mikið af bleikju gengið í lónið. Eins hefur veiðin á vatnasvæði Lýsu glæðst og ágætis veiði hefur verið í Hítarvatni síðustu daga. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Sporðaköst væntanleg á Stöð 2 í apríl Veiði Sjóbirtingstímabilinu 2011 lokið Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátíð Veiði Ein skæðasta haustflugan í sumar Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Leitin að stórlaxinum - Bók og DVD Veiði Nær Hróarslækur sér á strik 2012 Veiði Veiðibókin hans Bubba komin út Veiði Spjalla og skemmta sér fram á vor Veiði