Stórlax úr Víðidalnum Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2011 07:00 Helgi Guðbrandsson með stórlaxinn Mynd af www.lax-a.is Við sögðum frá 101 cm laxi sem veiddist í Víðidalnum fyrir helgi og okkur bárust þessar myndir um helgina. Það er stórlaxaveiðimaðurinn Helgi Guðbrandsson sem brosir sínu blíðasta fyrir okkur með laxinum á þessum myndum. Af Víðidalnum er það að frétta að nokkuð tregt hefur verið undanfarna daga en þó var nýr lax að ganga í morgun og spurning hvort nú sé von á batnandi tíð með blóm í haga (laxi í hyljum). Blanda er með allnokkru lífsmarki, 8 laxar komu á land í morgun á svæði 1 (enn eru veiðimenn að missa þá stóru). Á svæði 4 komu einhverjir laxar á land á fluguna í gær, og staðhæfa veiðimenn að mikið sé af laxi í hyljum þar uppfrá – þó erfiðlega gangi að fá hann til að taka. Við erum þegar búin að flytja fréttir af svæði 3 en svæði 2 virðist einnig vera á ágætis róli miðað við undanfarin ár – slatti kominn á land á undanförnum sögum og líf á efri hlutanum. Nokkrir jaxlar voru við veiðar á þessu svæði um helgina og misstu víst 2-3 laxa fyrir hvern sem landað var. Mest virðist vera að gerast í Svarthylnum. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á Stangveiði Mest lesið 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Fékk tvo fiska á í sama kastinu í Norðurá og missti þá báða Veiði Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði Laxinn bíður betra vatns Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Boðið til veiði í Hlíðarvatni Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Breytingar á laxastiga við Steinboga í biðstöðu Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði
Við sögðum frá 101 cm laxi sem veiddist í Víðidalnum fyrir helgi og okkur bárust þessar myndir um helgina. Það er stórlaxaveiðimaðurinn Helgi Guðbrandsson sem brosir sínu blíðasta fyrir okkur með laxinum á þessum myndum. Af Víðidalnum er það að frétta að nokkuð tregt hefur verið undanfarna daga en þó var nýr lax að ganga í morgun og spurning hvort nú sé von á batnandi tíð með blóm í haga (laxi í hyljum). Blanda er með allnokkru lífsmarki, 8 laxar komu á land í morgun á svæði 1 (enn eru veiðimenn að missa þá stóru). Á svæði 4 komu einhverjir laxar á land á fluguna í gær, og staðhæfa veiðimenn að mikið sé af laxi í hyljum þar uppfrá – þó erfiðlega gangi að fá hann til að taka. Við erum þegar búin að flytja fréttir af svæði 3 en svæði 2 virðist einnig vera á ágætis róli miðað við undanfarin ár – slatti kominn á land á undanförnum sögum og líf á efri hlutanum. Nokkrir jaxlar voru við veiðar á þessu svæði um helgina og misstu víst 2-3 laxa fyrir hvern sem landað var. Mest virðist vera að gerast í Svarthylnum. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Fékk tvo fiska á í sama kastinu í Norðurá og missti þá báða Veiði Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði Laxinn bíður betra vatns Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Boðið til veiði í Hlíðarvatni Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Breytingar á laxastiga við Steinboga í biðstöðu Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði