Veiðisögur úr Blöndu og Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 30. júní 2011 16:39 Þórður og Rold með stórlaxinn úr Víðidalsá Mynd af www.lax-a.is Þórður Sigurðsson leiðsögumaður sendi okkur eftirfarandi rapport af veiðum norðan heiða, en þar er hann að leiðsegja þjóðverja sem er í annarri heimsókn sinni til landsins. Við gefum Þórði orðið: Rolf er búinn að vera að veiða síðust daga í Blöndu og í dag byrjaði hann í Víðidal. Það er óhætt að segja að á ýmsu hafi gengið í Blöndu. Í gær setti hann í 12 laxa og landaði tveimur. Hann varð fyrir því „óláni“ að setja í eitt af Blöndutröllunum í gær sem rétti upp krókana hjá honum. Sá fiskur var vel yfir 10 kg. Þegar hann átti Damminn sunnan megin setti hann í stóran fisk sem straujaði niður flúðirnar og hafði af honum skothaus, running línu og 20 metra af undirlínu. Honum tókst að landa 5 stórlöxum þá tvo daga sem hann veiddi þar. Hann var frekar niðurbrotin eftir þessa meðferð í Blöndu og þegar komið var í Víðidal var búið að vera tregfiskerí þar. Fyrstu vaktina landaði hann 98 cm hæng. Að vonum var hann kátur með þessar fínu viðtökur í Víðidal. Einhverjir myndu kannski segja að hann hafi átt þetta inni. Við þetta má svo bæta að Helgi Guðbrandsson landaði einnig einum vænum úr Harðeyrarstreng í gær, 101 cm að leng og tók sá hitchið. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á Stangveiði Mest lesið 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Síðasta holl með 234 laxa í Langá Veiði Flottir Sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Loksins líf í Straumunum Veiði
Þórður Sigurðsson leiðsögumaður sendi okkur eftirfarandi rapport af veiðum norðan heiða, en þar er hann að leiðsegja þjóðverja sem er í annarri heimsókn sinni til landsins. Við gefum Þórði orðið: Rolf er búinn að vera að veiða síðust daga í Blöndu og í dag byrjaði hann í Víðidal. Það er óhætt að segja að á ýmsu hafi gengið í Blöndu. Í gær setti hann í 12 laxa og landaði tveimur. Hann varð fyrir því „óláni“ að setja í eitt af Blöndutröllunum í gær sem rétti upp krókana hjá honum. Sá fiskur var vel yfir 10 kg. Þegar hann átti Damminn sunnan megin setti hann í stóran fisk sem straujaði niður flúðirnar og hafði af honum skothaus, running línu og 20 metra af undirlínu. Honum tókst að landa 5 stórlöxum þá tvo daga sem hann veiddi þar. Hann var frekar niðurbrotin eftir þessa meðferð í Blöndu og þegar komið var í Víðidal var búið að vera tregfiskerí þar. Fyrstu vaktina landaði hann 98 cm hæng. Að vonum var hann kátur með þessar fínu viðtökur í Víðidal. Einhverjir myndu kannski segja að hann hafi átt þetta inni. Við þetta má svo bæta að Helgi Guðbrandsson landaði einnig einum vænum úr Harðeyrarstreng í gær, 101 cm að leng og tók sá hitchið. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Síðasta holl með 234 laxa í Langá Veiði Flottir Sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Loksins líf í Straumunum Veiði