Laxinn mættur í Langá og Grímsá Karl Lúðvíksson skrifar 12. júní 2011 12:20 Fyrstu laxarnir eru mættir í Grímsá Mynd: www.hreggnasi.is Samkvæmt okkar heimildum sáust laxar við Laxfoss í Grímsá í gær og einhverjir á veiðistöðunum fyrir neðan. Við hjá Veiðivísi vorum á ferðinni norður á föstudaginn og kíktum í Skugga í Langá svona bara í leiðinni og það fór ekki á milli mála að það lágu tveir laxar í Strengjunum. Þetta eru góðar fréttir því það styttist í opnun í Grímsá. Hún opnar 22. júní og það verður spennandi að sjá hvernig hún opnar þetta árið því í fyrra gekk mjög vel frá fyrsta degi. Langá opnar degi fyrr en Grímsá og það er líka mikil spenna meðan unnenda Langár að sjá hvernig hún opnar. Áin hefur verið þekkt í áratugi sem síðsumarsá en síðastu tvö ár hefur hún verið góð frá fyrsta degi og til lokunar. Eins og við höfum greint frá hér á Veiðivísi er vatnsstaðan í Langá frábær og nægt vatn til að miðla langt inní ágúst ef það kemur til þurrka eins og síðustu tvö ár.Sigurður með flottan lax úr Glanna í LangáMynd: www.svfr.isMiðað við hvað mikið af laxi hefur gengið í ánna má reikna með, og við hjá Veiðivísi eiginlega fullyrðum, að ef aðstæður í ánni verða góðar hvað vatnsmagn varðar og ef göngur verða jafnkraftmiklar og síðustu ár, gæti Langá farið ansi nálægt ef ekki yfir 3000 laxa! Það sem hefur hamlað þessu síðustu ár er ekkert annað an vatnsleysi. Stangveiði Mest lesið Tvær vikur í opnun veiðisvæðanna Veiði Ennþá góð bleikjuveiði á Þingvöllum Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði 75 sm urriði úr Laxárdalnum Veiði Eldvatn: Tilboð undir væntingum Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði
Samkvæmt okkar heimildum sáust laxar við Laxfoss í Grímsá í gær og einhverjir á veiðistöðunum fyrir neðan. Við hjá Veiðivísi vorum á ferðinni norður á föstudaginn og kíktum í Skugga í Langá svona bara í leiðinni og það fór ekki á milli mála að það lágu tveir laxar í Strengjunum. Þetta eru góðar fréttir því það styttist í opnun í Grímsá. Hún opnar 22. júní og það verður spennandi að sjá hvernig hún opnar þetta árið því í fyrra gekk mjög vel frá fyrsta degi. Langá opnar degi fyrr en Grímsá og það er líka mikil spenna meðan unnenda Langár að sjá hvernig hún opnar. Áin hefur verið þekkt í áratugi sem síðsumarsá en síðastu tvö ár hefur hún verið góð frá fyrsta degi og til lokunar. Eins og við höfum greint frá hér á Veiðivísi er vatnsstaðan í Langá frábær og nægt vatn til að miðla langt inní ágúst ef það kemur til þurrka eins og síðustu tvö ár.Sigurður með flottan lax úr Glanna í LangáMynd: www.svfr.isMiðað við hvað mikið af laxi hefur gengið í ánna má reikna með, og við hjá Veiðivísi eiginlega fullyrðum, að ef aðstæður í ánni verða góðar hvað vatnsmagn varðar og ef göngur verða jafnkraftmiklar og síðustu ár, gæti Langá farið ansi nálægt ef ekki yfir 3000 laxa! Það sem hefur hamlað þessu síðustu ár er ekkert annað an vatnsleysi.
Stangveiði Mest lesið Tvær vikur í opnun veiðisvæðanna Veiði Ennþá góð bleikjuveiði á Þingvöllum Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði 75 sm urriði úr Laxárdalnum Veiði Eldvatn: Tilboð undir væntingum Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði