Fyrstu laxarnir komnir á land Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2011 11:41 Tekið á laxi við Stokkhylsbrot í Norðurá Fyrsti laxinn er kominn úr Norðurá. Það var Ásmundur Helgason, stjórnarmaður í Stangveiðifélagi Reykjavíkur sem veiddi fyrsta laxinn á Stokkhylsbrotinu og það var 84 sentimetra löng nýgengin hrygna, líklega um 13-15 pund. Laxinn tók á heimasmíðaða flugu Ásmundar, sem nefnist Glaði tvíburinn. Laxinn kom á land um 9:15 eftir rétt um 20 mínútna viðureign en samkvæmt heimildum okkar hafa nokkrar laxar líka kvatt aðra veiðimenn eftir stutta baráttu. Það er gott vatn í Norðurá þessa dagana og veiðimenn sem eiga daga þar framundan á næstunni ættu að geta hlakkað til. Það er gífurlega mikill munur á ánni frá síðastliðnu sumri. En skilyrðin í morgun voru kannski ekki þau bestu, en það var 5 stiga hiti og rigning. En veiðimenn bölva rigninu seint svo að þetta gefur frekari bjartsýni um að það sé ekki annað þurrkasumar framundan. Veiði hófst einnig í Blöndu í morgun og eru það veiðifélagarnir Þórarinn Sigþórsson, Egill Guðjohnsen og Páll Magnússon sem meðal annars opnuðu þar í morgun. Samkvæmt okkar heimildum var það Páll Magnússon sem tók fyrsta fiskinn í morgun en það hefur ekki fengist staðfest klukkan hvað það var. Við skellum myndunum af þessum fyrstu löxum sumarsins um leið og þær berast. Stangveiði Mest lesið Veiðikortið í verðlaun hjá Veiðivísi á Facebook Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Black Ghost sterk í Urriðan Veiði Loksins lax á land í Blöndu Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Fyrsti laxinn er kominn úr Norðurá. Það var Ásmundur Helgason, stjórnarmaður í Stangveiðifélagi Reykjavíkur sem veiddi fyrsta laxinn á Stokkhylsbrotinu og það var 84 sentimetra löng nýgengin hrygna, líklega um 13-15 pund. Laxinn tók á heimasmíðaða flugu Ásmundar, sem nefnist Glaði tvíburinn. Laxinn kom á land um 9:15 eftir rétt um 20 mínútna viðureign en samkvæmt heimildum okkar hafa nokkrar laxar líka kvatt aðra veiðimenn eftir stutta baráttu. Það er gott vatn í Norðurá þessa dagana og veiðimenn sem eiga daga þar framundan á næstunni ættu að geta hlakkað til. Það er gífurlega mikill munur á ánni frá síðastliðnu sumri. En skilyrðin í morgun voru kannski ekki þau bestu, en það var 5 stiga hiti og rigning. En veiðimenn bölva rigninu seint svo að þetta gefur frekari bjartsýni um að það sé ekki annað þurrkasumar framundan. Veiði hófst einnig í Blöndu í morgun og eru það veiðifélagarnir Þórarinn Sigþórsson, Egill Guðjohnsen og Páll Magnússon sem meðal annars opnuðu þar í morgun. Samkvæmt okkar heimildum var það Páll Magnússon sem tók fyrsta fiskinn í morgun en það hefur ekki fengist staðfest klukkan hvað það var. Við skellum myndunum af þessum fyrstu löxum sumarsins um leið og þær berast.
Stangveiði Mest lesið Veiðikortið í verðlaun hjá Veiðivísi á Facebook Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Black Ghost sterk í Urriðan Veiði Loksins lax á land í Blöndu Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði