5 laxar úr Norðurá fyrsta daginn Karl Lúðvíksson skrifar 6. júní 2011 13:48 Mynd: Gunnar Bender Stjórn SVFR hóf veiðitímabilið 2011 með því að taka fyrstu köstin í Norðurá í gærmorgun. Kalt var í veðri en gott vatn í ánni og ágætis aðstæður. Bjarni Júlíusson formaður tók fyrstu köstin á Brotið og varð var við lax en náði ekki að setja í hann. Það var síðan Ásmundur Helgason sem landaði fyrsta laxinum á Stokkhylsbrotinu. Það var falleg 84 cm hrygna sem tók Glaða tvíburann. Tveir laxar til viðbótar komu á land fyrir hádegi, einn á Brotinu og annar á Stokkhylsbroti. Eftir hádegi komu síðan tveir laxar til viðbótar af Eyrinni og Stokkhylsbroti. Allt voru þetta fallegir 2ja ára fiskar sem koma vel haldnir úr sjó. Einn af löxunum var 2ja ára hængur sem er nokkuð óvenjulegt. Á myndinni sem Gunnar Bender tók sjáum við Ásmund með hrygnuna sem hann veiddi á Stokkhylsbroti í gærmorgun. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Veiðikortið í verðlaun hjá Veiðivísi á Facebook Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Black Ghost sterk í Urriðan Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Loksins lax á land í Blöndu Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði
Stjórn SVFR hóf veiðitímabilið 2011 með því að taka fyrstu köstin í Norðurá í gærmorgun. Kalt var í veðri en gott vatn í ánni og ágætis aðstæður. Bjarni Júlíusson formaður tók fyrstu köstin á Brotið og varð var við lax en náði ekki að setja í hann. Það var síðan Ásmundur Helgason sem landaði fyrsta laxinum á Stokkhylsbrotinu. Það var falleg 84 cm hrygna sem tók Glaða tvíburann. Tveir laxar til viðbótar komu á land fyrir hádegi, einn á Brotinu og annar á Stokkhylsbroti. Eftir hádegi komu síðan tveir laxar til viðbótar af Eyrinni og Stokkhylsbroti. Allt voru þetta fallegir 2ja ára fiskar sem koma vel haldnir úr sjó. Einn af löxunum var 2ja ára hængur sem er nokkuð óvenjulegt. Á myndinni sem Gunnar Bender tók sjáum við Ásmund með hrygnuna sem hann veiddi á Stokkhylsbroti í gærmorgun. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Veiðikortið í verðlaun hjá Veiðivísi á Facebook Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Black Ghost sterk í Urriðan Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Loksins lax á land í Blöndu Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði