Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson verður í dag kynntur sem nýr leikmaður FC Kaupmannahafnar en hann hefur þegar skrifað undir samning við félagið, samkvæmt heimildum Vísis.
Ragnar lék sinn síðasta leik með sænska liðinu IFK Gautaborg í gær er liðið tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum sænsku bikarkeppninnar. Liðið vann þá 1-0 sigur á Djurgården.
Samningur hans við félagið átti að renna út í lok leiktíðarinnar og því ákváðu forráðamenn Gautaborgar að selja hann nú í stað þess að missa hann frítt frá félaginu í haust.
Samkvæmt sænska blaðinu Aftonbladet greiðir FCK um sjö milljónir sænskra króna fyrir Ragnar, um 130 milljónir íslenskra króna.
Sömu heimildis Vísis herma að Gautaborg hafi á dögunum þegið boð frá belgíska félaginu Club Brugge upp á tæpar 100 milljónir en að þá hafi FCK komið inn í myndina.
Félagaskiptaglugginn í Danmörku opnar þann 1. júlí og mun Ragnar formlega ganga til liðs við FCK þá. Ragnar verður 25 ára í næsta mánuði en hann hefur verið á mála hjá Gautaborg í fjögur ár. Þar áður lék hann með uppeldisfélagi sínu, Fylki.
Ragnar á að baki sextán leiki með A-landsliði Íslands en hann er í landsliðshópnum sem mætir Dönum á laugardaginn.
Sölvi Geir Ottesen er einnig á mála hjá FC Kaupmannahöfn en bæði hann og Ragnar eru miðverðir.
Ragnar búinn að semja við FCK
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti




