Sandra Sigurðardóttir og félagar hennar í Jitex unnu 3-0 sigur á Piteå í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn.
Sandra hélt hreinu í fyrsta sinn í sænsku deildinni en hún fékk þarna tækifæri í byrjunarliðinu í öðrum leiknum í röð en hún stóð einnig í markinu í 1-1 jafntefli við Kristianstad í leiknum á undan.
Jitex-liðið er samt áfram í 9. sæti deildarinnar en liðið hefur náð í átta stig í átta leikjum og er einu stigi á eftir Íslendingaliðinu Djurgården.
