Sara Björk Gunnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir voru báðar á skotskónum í sænska kvennaboltanum í dag en úrslit leikja þeirra voru þó gerólík. Sara Björk og félagar í LdB FC Malmö unnu 5-0 stórsigur á Dalsjöfor en Margrét Lára og félagar í Kristianstad töpuðu 1-3 fyrir Umeå.
Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir léku allan leikinn með LdB FC Malmö sem fór illa með botnliðið. Sara Björk lék á miðjunni og kom Malmö í 1-0 á 49. mínútu en Manus Melis (2), Nilla Fischer og Frida Nordin bættu síðan mörkum við á síðustu sextán mínútum leiksins.
Margrét Lára Viðarsdóttir kom Kristianstad í 1-0 á 33. mínútu á móti Umeå í fyrri hálfleik en Ramona Bachmann skoraði þrennu fyrir Umeå í seinni hálfleik og tryggði sínu liði sigurinn.
Margrét Lára, Sif Atladóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir léku allan leikinn með Kristianstad og Erla Steina Arnardóttir kom inn á sem varamaður á 62. mínútu leiksins.
LdB FC Malmö er á toppnum með þremur stigum meira en Umeå en Kristianstad-liðið er í 4. sæti, átta stigum á eftir Malmö.
Sara Björk og Margrét Lára skoruðu báðar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn







Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti