Aukning í netaveiði 2010 Karl Lúðvíksson skrifar 16. maí 2011 14:46 Samkvæmt tölum frá Veiðimálastofnun yfir laxveiðina sumarið 2010 þá varð umtalsverð aukning á laxveiði í net á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár. Hvítá eru skráðir laxar 3.571 á móti 2.607 löxum í Ölfusá. Samtals veiddust því í netin á Hvítár- og Ölfusársvæðinu 6.178 laxar. Þetta er mikil aukning á milli ára, eða sem nemur um 2.000 löxum. Aukningin ein og sér á netaveiðinni er því sambærileg heildar stangaveiðinni í Sogi og Stóru-Laxá til samans, en í báðum ánum var metveiði á stöng sumarið 2010. Að sögn Guðna Guðbergssonar á Veiðimálastofnun voru aðstæður í jökulvatninu hliðhollar netaveiðimönnum síðasta sumar. Mikill litur var á jökulvatninu sem gerði það að verkum að lax gekk hægar upp netaveiðisvæðin auk þess sem að stór hluti skýringarinnar á aukningunni er einfaldlega meiri laxgengd á svæðið í heild. Þess má geta að umrædd veiði er merkileg í ljósi þess að netin við Selfoss voru á þurru í fyrra. Hafa þau löngum státað af því að vera með aflahæstu lögnunum á vatnasvæðinu. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Mikið bókað fyrir sumarið 2016 Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði
Samkvæmt tölum frá Veiðimálastofnun yfir laxveiðina sumarið 2010 þá varð umtalsverð aukning á laxveiði í net á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár. Hvítá eru skráðir laxar 3.571 á móti 2.607 löxum í Ölfusá. Samtals veiddust því í netin á Hvítár- og Ölfusársvæðinu 6.178 laxar. Þetta er mikil aukning á milli ára, eða sem nemur um 2.000 löxum. Aukningin ein og sér á netaveiðinni er því sambærileg heildar stangaveiðinni í Sogi og Stóru-Laxá til samans, en í báðum ánum var metveiði á stöng sumarið 2010. Að sögn Guðna Guðbergssonar á Veiðimálastofnun voru aðstæður í jökulvatninu hliðhollar netaveiðimönnum síðasta sumar. Mikill litur var á jökulvatninu sem gerði það að verkum að lax gekk hægar upp netaveiðisvæðin auk þess sem að stór hluti skýringarinnar á aukningunni er einfaldlega meiri laxgengd á svæðið í heild. Þess má geta að umrædd veiði er merkileg í ljósi þess að netin við Selfoss voru á þurru í fyrra. Hafa þau löngum státað af því að vera með aflahæstu lögnunum á vatnasvæðinu. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Mikið bókað fyrir sumarið 2016 Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði